Erlent

Elsta hvalategundin

Það tók vísindamenn fjórtán ár en nú treysta þeir sér loks til að lýsa því yfir að beinagrind sem fannst árið 1990 sé af fjórtán milljón ára gamalli tegund hvala sem mönnum var áður ókunnugt um. Alton Dooley, steingervingafræðingur við Náttúrusögusafn Virginíu, segir að þessi nýuppgötvaða tegund sé þremur milljón árum eldri en elsta hvalategundin sem menn vissu um fyrir þessa uppgötvun. Bein hvalsins fundust í Virginíufylki í Bandaríkjunum en þar var úthaf fyrir fjórtán milljón árum síðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×