Erlent

Saddam afhentur Írökum

Saddam Hússein verður afhentur nýjum, írökskum yfirvöldum þegar þann þrítugasta þessa mánaðar, að sögn væntanlegs forsætisráðherra, Iyads Allawis. Saddam er haldið á ótilgreindum stað í Írak þar sem hann hefur verið yfirheyrður. Bandaríkjamenn hafa sagt að allir stríðsfangar yrðu færðir nýjum stjórnvöldum í Bagdad, en hafa ekki tilgreint hvenær. Allawi segir að réttað verði yfir Saddam við fyrsta tækifæri. Hvenær það tækifæri gefst sagði hann ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×