Sport

Mostovoi sendur heim

Rússneski landsliðsmaðurinn, Alexander Mostovoi, hefur verið sendur heim eftir að hafa gagnrýnt þjálfara landsliðsins, Georgy Yartsev, opinberlega eftir tap í fyrsta leik gegn Spánverjum á laugardaginn. Hann gagnrýndi aðferðir þjálfarans og leikskipulag en þó aðallega ofþjálfun liðsins: "Við vorum algjörlega búnir," sagði Mostovoi í samtali við spænska fréttamenn en hann spilar með spænska liðinu Celta Vigo: "Ég held að spænska liðið hafi ekki verið látið æfa eins mikið fyrir keppnina og við. Ég er mjög reiður og tel að við komumst ekki áfram upp úr riðlinum úr þessu." Fjölmiðlafulltrúi rússneska landsliðsins, Alexander Chernov, sagði að hinn 35 ára Mostovoi hefði með ummælum sínum sett slæmt fordæmi fyrir yngri leikmenn liðsins: "Mostovoi hafði ekki trú á liðinu og gerði það opinbert. Ég tel það ekki ásættanlegt af hálfu svo reynds leikmanns. Öruggt þykir að þetta séu endalok Mostovoi sem rússnesks landsliðsmanns en segja má að ferill hans með landsliðinu hafi einkennst af miklum væntingum fyrir stórmót sem síðan hafi umbreyst í sára gremju og veruleg vonbrigði. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem slíkt atvik gerist í herbúðum Rússa en á EM í Englandi árið 1996 var þeirra aðalframherji, Sergei Kiryakov, sendur heim af þjálfara liðsins, Oleg Romantsov, fyrir af grafa undan liðsandanum í hópnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×