Erlent

Lýsir sig saklausan

Milorad Lukovic, sem hefur verið sakaður um að skipuleggja morðið á Zoran Djindic - fyrrum forsætisráðherra Serbíu, lýsti sig í gær saklausan af ákæruatriðum. Hann neitaði í síðustu viku að svara ákærunni af ótta við að orð hans hefðu áhrif á forsetakosningar um síðustu helgi. "Ég er sannfærður um að ákæran var skrifuð undir pólitískum þrýstingi fólksins sem bjó grundvöllinn fyrir morðið á forsætisráðherranum með ófaglegum vinnubrögðum sínum," sagði Lukovic. Hann útskýrði orð sín ekki en þau hafa verið túlkuð sem skot á bandamenn Djindjic.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×