Erlent

Lestarránum fjölgar

Lestarfarþegar í Bihar-fylki í austurhluta Indlands eru uggandi um öryggi sitt eftir fjölda vopnaðra rána í lestum sem fara um héraðið. Rúmlega 20 lestarrán hafa verið framin í Bihar síðustu tvær vikurnar og nokkrir farþegar hafa verið skotnir til bana. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að vopnaðir verðir séu um borð í lestunum. Bihar er talið það fylki Indlands þar sem lögleysa er hvað mest. Í gær voru tveir farþegar skotnir til bana í lestarráni. Lögregla telur að sú árás kunni að tengjast viðskiptasamningum sem fórnarlömbin höfðu gert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×