Flokksþing Repúblikana hafið 30. ágúst 2004 00:01 Sami grautur í annarri skál eða allt önnur Ella? Það er spurningin sem fréttaskýrendur og bandarískir kjósendur spyrja sig nú í upphafi flokksþings repúblíkana í New York. Fréttaskýrendur vestra segja repúblíkana eins og álfa út úr hól í þessari afar frjálslyndu borg - sem þó valdi sér repúblíkana sem borgarstjóra. Aðaldagskráin hefst raunar ekki fyrr en klukkan sex að staðartíma, þegar bandarísku fréttastöðvarnar hefja umfjöllun sína um þingið. Eitt meginþema fyrsta dagsins á að vera ellefti september 2001. Þó að Bush forseti ætli sér ekki að heimsækja staðinn þar sem tvíburaturnarnir stóðu þykir repúblíkönum í lagi að fjalla í þaula um atburðina og styrka stjórn Bush í kjölfarið. Schwarzenegger er meðal þeirra sem stíga á stokk í kvöld, ásamt John McCain og Rudy Guiliani, en allir teljast þeir hófsamir repúblíkanar. Sú ímynd sem sérfræðingar repúblíkana vilja skapa er einmitt af hófsömum flokki, en ekki íhaldsflokki þar sem kristnir hópar og hópar mótfallnir fóstureyðingum, hjónaböndum samkynhneigðra og tilraunum með fósturvísa eru áhrifamiklir. Stefna ríkisstjórnar Bush gefur þó hugmynd um ítökin. Rétt eins og demókratar fyrir rúmum mánuði vilja repúblíkanar vera sem næst miðjunni á ráðstefnu sinni í von um að ná til óákveðinna kjósenda sem flestir eru sagðir vera miðjumenn. Kjósendur bíða spenntir eftir því sem greina kann frambjóðendurna að. En kannski segir það sína sögu að þegar litið er yfir Madison Square Garden lítur sviðið út eins og sviðið hjá demókrötunum í Fleet Center í Boston, enda fengu báðir flokkar sama Hollywood-framleiðandann til að stýra uppákomunum. Erlent Fréttir Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Sami grautur í annarri skál eða allt önnur Ella? Það er spurningin sem fréttaskýrendur og bandarískir kjósendur spyrja sig nú í upphafi flokksþings repúblíkana í New York. Fréttaskýrendur vestra segja repúblíkana eins og álfa út úr hól í þessari afar frjálslyndu borg - sem þó valdi sér repúblíkana sem borgarstjóra. Aðaldagskráin hefst raunar ekki fyrr en klukkan sex að staðartíma, þegar bandarísku fréttastöðvarnar hefja umfjöllun sína um þingið. Eitt meginþema fyrsta dagsins á að vera ellefti september 2001. Þó að Bush forseti ætli sér ekki að heimsækja staðinn þar sem tvíburaturnarnir stóðu þykir repúblíkönum í lagi að fjalla í þaula um atburðina og styrka stjórn Bush í kjölfarið. Schwarzenegger er meðal þeirra sem stíga á stokk í kvöld, ásamt John McCain og Rudy Guiliani, en allir teljast þeir hófsamir repúblíkanar. Sú ímynd sem sérfræðingar repúblíkana vilja skapa er einmitt af hófsömum flokki, en ekki íhaldsflokki þar sem kristnir hópar og hópar mótfallnir fóstureyðingum, hjónaböndum samkynhneigðra og tilraunum með fósturvísa eru áhrifamiklir. Stefna ríkisstjórnar Bush gefur þó hugmynd um ítökin. Rétt eins og demókratar fyrir rúmum mánuði vilja repúblíkanar vera sem næst miðjunni á ráðstefnu sinni í von um að ná til óákveðinna kjósenda sem flestir eru sagðir vera miðjumenn. Kjósendur bíða spenntir eftir því sem greina kann frambjóðendurna að. En kannski segir það sína sögu að þegar litið er yfir Madison Square Garden lítur sviðið út eins og sviðið hjá demókrötunum í Fleet Center í Boston, enda fengu báðir flokkar sama Hollywood-framleiðandann til að stýra uppákomunum.
Erlent Fréttir Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira