Erlent

Röskun á flugi SAS

SAS flugfélagið þurfti að fella niður um það bil tuttugu flug frá Kaupmannahöfn í morgun vegna skyndiverkfalls flugmanna. Flugmennirnir ætla að hefja vinnu á ný fyrir hádegi en ljóst er að veruleg röskun hefur orðið á áætlunarflugi félagsins og þar með að líkindum á ferðum þó nokkurra Íslendinga, sem hafa ætlað að nýta sér tengiflug SAS í dag. Deilan snýst meðal annars um kjör SAS flugmanna efitr sameiningu félagsins við norska Braathens flugfélagið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×