Lífið

Gefur víst út fyrir jólin

"Það sem gerði útslagið var fjöldi áskorana frá fólki sem las fyrsta bindið og sagði að ég mætti ekki svíkja það um annað bindi," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, en hann ætlar að gefa út annað bindi ævisögu Halldórs Laxness fyrir þessi jól, þrátt fyrir að Almenna bókafélagið ætli ekki að gefa það út. Hannes hefur leitað til forlagsins Bókafélagið og telur einsýnt að það muni gefa bókina út um 10. desember "ef Guð og Laxness-fjölskyldan lofar", en Hannes óttast að ættingjar Halldórs Laxness reyni að fá lögbann á verkið. Þegar er komin út önnur ævisaga um Laxness eftir Halldór Guðmundsson. Aðspurður hvort hann telji að það séu markaðslegar forsendur fyrir annarri bók um Halldór Laxness fyrir jólin og hvort það sé ekki fjárhagslegt glapræði að gefa bókina út svona seint, segir Hannes það ekki skipta sig máli. "Ég er ekki að etja kappi við Halldór Guðmundsson og skrifaði ekki bókina til þess að græða, heldur til þess að lesendur myndu græða."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.