Sport

Bayern jók forystuna

Bayern Munchen sem um síðustu helgi náði toppsætinu í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu í fyrsta sinn í 18 mánuði juku í dag forskot sitt á toppi deildarinnar í 5 stig eftir 4-2 sigur á Mainz og er efst með 32 stig. Claudio Pizarro, Mehmet Scholl, Roy Makaay og Michael Ballack skoruðu mörk Bayern. Á sama tíma tapaði Wolfsburg fyrir Herthu Berlin 2-3 á heimavelli og dróst með því aftur úr Bæjurum en Wolfsburg sem hefur elt í 2. sætinu undanfarið er nú í 3. sæti með 27 stig. Schalke er í 2. sæti einnig með 27 stig en á leik til góða gegn Arminia Bielefeld á morgun sunnudag. Þórður Guðjónsson lék seinni hálfleikinn í liði Bochum sem vann öruggan 3-1 sigur á Nurnberg og situr nú í þriðja neðsta sæti 5 stigum frá botninum. Önnur úrslit í Þýskalandi í dag urðu eftirfarandi: Bayern Munich 4 - 2 Mainz  Borussia M.gladbach 1 - 3 Hamburg SV  Hansa Rostock 0 - 2 Bayer Leverkusen  Kaiserslautern 3 - 0 SC Freiburg  Bochum 3 - 1 Nurnberg  Wolfsburg 2 - 3 Hertha Berlin  Werder Bremen 2 - 0 Borussia Dortmund 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×