Erlent

Friðargæslu að ljúka

Yfirmaður friðargæslu NATÓ í Bosníu hafnar allri gagnrýni fyrir að hafa ekki náð Radovan Karadzic, sem er á flótta undan ákærum um stríðsglæpi. Störfum friðargæslunnar í Bosníu er nú að ljúka eftir níu ár. Hann segir mörg dæmi um að erfitt sé að finna fólk á flótta og vísaði til þess að enn hefði ekki tekist að handsama Osama bin Laden. Karadizic er fyrrum leiðtogi Bosníu Serba og hefur hann, ásamt yfirmanni hersins, Ratko Mladic, verið kærðir fyrir stríðsglæpi í Bosníustríðinu 1992 til 1995. Meðal annars eru þeir kærðir fyrir þjóðarmorð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×