Sport

Snæfell spilar til úrslita

Fyrri undanúrslitaleik Hópbílabikarsins í körfubolta lauk nú rétt í þessu er Snæfell frá Stykkilshólmi sigraði Grindavík 82-75 í Laugardagshöll. Desmond Peoples var atkvæðamestur fyrir Snæfell í kvöld með 18 stig og Pierri Green setti 17. Hjá Grindavík átti Þorleifur Ólafsson góðan dag og setti niður 29 stig og Darrel Lewis skoraði 21. Nú er nýbyrjaður leikur Njarðvíkur og keflavíkur en sigurliðið úr þeim leik spilar við Snæfell í úrslitum Í Laugardagshöll á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×