Sport

Áhugi frá Skotlandi og Skandinavíu

Það er fátt sem bendir til þess að Þórarinn Kristjánsson leiki með Keflavík á næstu leiktíð. Hann hafnaði samningstilboði frá þeim í gær og er á förum til liða í Skotlandi og Skandinavíu á næstunni. Skoska liðið Aberdeen hefur sýnt honum áhuga sem og sænsku félögin Örgryte og Hacken. Norsk lið hafa einnig lýst yfir áhuga á Þórarni en hann var til reynslu hjá Aalesund um daginn en fékk ekki samning. "Ég mun ekki skrifa undir þennan samning sem Keflavík bauð mér. Hann er ekki mjög spennandi," sagði Þórarinn sem ætlar ekki að gera Keflvíkingum gagntilboð. Hann segir aðra og meira spennandi hluti vera í gangi hjá sér. "Ég er mjög spenntur fyrir því sem er í gangi með erlendu liðin og það er ein ástæðan fyrir því að ég ætla ekki að semja strax við Keflavík. Það er fínt að prufa þessa hluti og athuga hvort maður geti ekki eitthvað meira í fótbolta en að spila hérna á Íslandi." Gunnlaugur Tómasson, umboðsmaður Þórarins, er nokkuð bjartsýnn á að koma Þórarni að erlendis enda sé hann í fínni stöðu - orðinn eldri en 23 ára og þar að auki með lausan samning. - hbg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×