Sport

76ers með sex stig í 1. leikhluta

San Antonio Spurs lagði Philadelphia 76ers 88-80 í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld. Tim Duncan skoraði 34 stig fyrir San Antonio og Allen Iverson skoraði 24 stig fyrir Philadelphia. 76ers skoraði aðeins sex stig í fyrsta leikhluta sem er met. New Orleans bar sigurorð af Charlotte Bobcats 106-89 og New York Knicks vann Houston Rockets 93-92. Jamal Crawford skoraði þriggja stiga körfu á síðustu sekúndu leiksins og tryggði New York sigur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×