Siðferðismál réðu miklu um úrslit 3. nóvember 2004 00:01 Áhersla George W. Bush á siðferðismál og baráttuna gegn hryðjuverkum virðist hafa átt stóran hlut í því að tryggja honum endurkjör sem forseti Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að fólk lýsti mikilli óánægju með stöðu efnahagsmála og að Íraksstríðið væri afar umdeilt gefa skoðanakannanir á kjördag til kynna að fólk hafi sett siðferðismál hvað mest á oddinn. 22 prósent kjósenda litu á siðferðismál sem mikilvægasta mál kosninganna samkvæmt útgönguspám og kom það sérfræðingum mjög á óvart. Þessir kjósendur litu vart við John Kerry, 79 prósent þeirra kusu Bush en aðeins 18 prósent Kerry. Þetta endurspeglaðist að hluta í úrslitunum í Ohio, en sigur Bush þar réði úrslitum um að hann en ekki John Kerry verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Samkvæmt könnun AP lítur fjórði hver kjósandi í ríkinu svo á að hann hafi frelsast, en þetta trúaða fólk kaus Bush með miklum yfirburðum. Þrefalt fleiri greiddu honum atkvæði en Kerry í ríki þar sem aðeins munaði tveimur prósentustigum þegar upp var staðið. George W. Bush vann kosningarnar með nokkrum mun. Hann fékk 51 prósent atkvæða en Kerry 48 prósent og fékk fleiri kjörmenn nú en fyrir fjórum árum. Þetta kom á óvart í ljósi skoðanakannana sem sýndu ekki marktækan mun á frambjóðendunum og útgönguspár á kjördag sem gaf til kynna að John Kerry væri í sókn og líklegur til að vinna í þremur stærstu óvissuríkjunum; Flórída, Ohio og Pennsylvaníu. Þegar upp var staðið vann hann aðeins í einu þeirra, Pennsylvaníu, sem Al Gore vann fyrir fjórum árum. Þrátt fyrir að Bush ynni þegar upp var staðið öruggari sigur en búist hafði verið við leið drjúgur tími áður en úrslitin voru endanlega ljós. Mikill fjöldi utankjörfundaratkvæða og vafaatkvæða í Ohio varð til þess að demókratar gerðu sér vonir fram yfir hádegi í gær að íslenskum tíma um að vinna í Ohio og þar með forsetakosningarnar. Þegar betur skýrðist um hversu mörg atkvæði var að ræða sáu þeir hins vegar að baráttunni væri lokið. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Áhersla George W. Bush á siðferðismál og baráttuna gegn hryðjuverkum virðist hafa átt stóran hlut í því að tryggja honum endurkjör sem forseti Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að fólk lýsti mikilli óánægju með stöðu efnahagsmála og að Íraksstríðið væri afar umdeilt gefa skoðanakannanir á kjördag til kynna að fólk hafi sett siðferðismál hvað mest á oddinn. 22 prósent kjósenda litu á siðferðismál sem mikilvægasta mál kosninganna samkvæmt útgönguspám og kom það sérfræðingum mjög á óvart. Þessir kjósendur litu vart við John Kerry, 79 prósent þeirra kusu Bush en aðeins 18 prósent Kerry. Þetta endurspeglaðist að hluta í úrslitunum í Ohio, en sigur Bush þar réði úrslitum um að hann en ekki John Kerry verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Samkvæmt könnun AP lítur fjórði hver kjósandi í ríkinu svo á að hann hafi frelsast, en þetta trúaða fólk kaus Bush með miklum yfirburðum. Þrefalt fleiri greiddu honum atkvæði en Kerry í ríki þar sem aðeins munaði tveimur prósentustigum þegar upp var staðið. George W. Bush vann kosningarnar með nokkrum mun. Hann fékk 51 prósent atkvæða en Kerry 48 prósent og fékk fleiri kjörmenn nú en fyrir fjórum árum. Þetta kom á óvart í ljósi skoðanakannana sem sýndu ekki marktækan mun á frambjóðendunum og útgönguspár á kjördag sem gaf til kynna að John Kerry væri í sókn og líklegur til að vinna í þremur stærstu óvissuríkjunum; Flórída, Ohio og Pennsylvaníu. Þegar upp var staðið vann hann aðeins í einu þeirra, Pennsylvaníu, sem Al Gore vann fyrir fjórum árum. Þrátt fyrir að Bush ynni þegar upp var staðið öruggari sigur en búist hafði verið við leið drjúgur tími áður en úrslitin voru endanlega ljós. Mikill fjöldi utankjörfundaratkvæða og vafaatkvæða í Ohio varð til þess að demókratar gerðu sér vonir fram yfir hádegi í gær að íslenskum tíma um að vinna í Ohio og þar með forsetakosningarnar. Þegar betur skýrðist um hversu mörg atkvæði var að ræða sáu þeir hins vegar að baráttunni væri lokið.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira