Innlent

Brautskráning 119 kandídata

Alls 119 kandídatar voru brautskráðir frá Kennaraháskóla Íslands um helgina. Úr grunndeild brautskráðust 32 en úr framhaldsdeild 87, þar af átta með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði. Vísindaráð Kennaraháskóla Íslands veitti við brautskráningu á laugardag, í fyrsta sinn, verðlaun fyrir bestu meistararitgerðina. Fyrir valinu varð ritgerð Hildar Kristjánsdóttir sem ber heitið Upplifun og reynsla þungaðra kvenna af fyrstu skoðun í mæðravernd. Ingólfur Á Jóhannesson, prófessor í menntunarfræðum, úrskurðaði um hver þeirra ritgerða sem tilnefndar höfðu verið væri best að titlinum komin. Í umsögn hans kom meðal annars fram, að ritgerðin væri rannsókn um upplifun og reynslu þungaðra kvenna í fyrstu skoðun í mæðravernd. Sú umræða, sem væri einkum um valdatengsl mæðra og heilbrigðisstarfsmanna, væri til fyrirmyndar af meistaraprófsritgerð að vera.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×