Erlent

Fylgið aldrei jafnara

Fylgi Johns Kerrys og George Bush er jafnt í þeim ríkjum sem harðast er barist um samkvæmt nýrri skoðanakönnun sjónvarpsstöðvarinnar CNN, dagblaðsins USA Today og Gallup. Í þeim sex ríkjum sem talin eru skipta sköpum er afgerandi munur í tveim fylkjum: Wisconsin, þar sem Bush leiðir með átta prósentustigum, og Minnesota, þar sem Kerry leiðir með sama mun. Í hinum fjórum leiðir hvor þeirra tvö fylki með tveim til fjórum prósentustigum. Aldrei hafa kannanir Gallup sýnt jafnlítinn mun á frambjóðendum daginn fyrir kosningar eins og nú. Þrjú prósent kjósenda eru óákveðin samkvæmt könnuninni og líklegt að atkvæði þeirra skipti sköpum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×