Erlent

Umdeildur stuðningur Pútíns

Viðtal við forseta Rússlands, Vladimir Pútín, birtist í úkraínsku sjónvarpi í gær, aðeins sex dögum fyrir umdeildar forsetakosningar í landinu. Talið er að viðtalið hafi verið birt til að styðja annan frambjóðandann, forsætisráðherra Úkraínu Viktor Yanukovych sem keppir um embættið á móti umbótamanninum Viktor Yushchenko. Pútín hefur áður rómað Yanukovych sem ábyrgan samstarfsmann. Rússar eiga mikilla hagsmuna að gæta í kosningunum, þar sem úkraínska höfnin Sevastopol í Svarta hafinu er heimahöfn suðurflota rússneska sjóhersins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×