Loðhælar og loðhúfur 21. október 2004 00:01 Þau Birna Hafstein og Ívar Örn Sverrisson leikarar eiga það sameiginlegt að uppáhaldsvetrarflíkurnar þeirra eru loðnar, mjúkar og hlýjar. Vetrarflíkur í uppáhaldi hjá Birnu eru fjólublái loðkraginn hennar og loðhælar. Ívar aftur á móti heldur upp á lopapeysuna sína og lopahúfu. Fréttablaðið mælti sér mót við þau í miðjum frumsýningarönnun en þau leika bæði í söngleiknum Litlu stúlkunni með eldspýturnar sem frumsýndur verður um helgina. Þau mættu í uppáhaldsvetrarfötunum enda má segja að vetur hafi gengið í garð í vikunni. Þau sögðu líka frá því hvað er efst á óskalistanum í vetur. Birnu langar mest í pels en Ívar í snjósleða. Birna: Fjólublái loðkraginn. Hvar: Keyptur á Portobello Market í London og ég fékk hann að gjöf frá kærastanum mínum. Hvenær: Fyrir svona fjórum árum. Af hverju í uppáhaldi: Rosalega mjúkur og hlýr og fallegur á litinn. Loðhælarnir: Hvar: Móðir mín keypti þá einhvers staðar í útlöndum á áttunda áratugnum. Hvenær: Ég gróf þá upp fyrir tveimur árum. Af hverju: Flottir og hlýir og vekja upp minningar frá barnæskunni. Efst á óskalistanum: Mjúk flík sem skýlir mér fyrir eldi og brennisteini íslenskrar veðráttu. Skósíður pels með háum kraga eða hettu frá Eggerti feldskera væri ekki slæmur. Ívar: Lopapeysan Hvar: Lopapeysuna keypti mamma handa mér í Tallinn þegar hún var þar á ferðalagi. Hvenær: Fyrir fimm árum síðan Af hverju: Mér finnst munstrið fallegt, liturinn er klassískur og svo er hún svakalega hlý. Loðhúfan: Hvar: Fékk hana líka frá mömmu, hún keypti hana í einhverri heildsölu í Kópavogi held ég þegar hún var í búningaleit. Hvenær: Ekki viss, ég held fyrir fjórum árum síðan. Af hverju í uppáhaldi: Á ekkert sem ver mig jafn vel fyrir vetrarkuldanum. Efst óskalistanum: Góður snjósleði, hraðskreiður og öruggur fyrir íslenskar aðstæður. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Þau Birna Hafstein og Ívar Örn Sverrisson leikarar eiga það sameiginlegt að uppáhaldsvetrarflíkurnar þeirra eru loðnar, mjúkar og hlýjar. Vetrarflíkur í uppáhaldi hjá Birnu eru fjólublái loðkraginn hennar og loðhælar. Ívar aftur á móti heldur upp á lopapeysuna sína og lopahúfu. Fréttablaðið mælti sér mót við þau í miðjum frumsýningarönnun en þau leika bæði í söngleiknum Litlu stúlkunni með eldspýturnar sem frumsýndur verður um helgina. Þau mættu í uppáhaldsvetrarfötunum enda má segja að vetur hafi gengið í garð í vikunni. Þau sögðu líka frá því hvað er efst á óskalistanum í vetur. Birnu langar mest í pels en Ívar í snjósleða. Birna: Fjólublái loðkraginn. Hvar: Keyptur á Portobello Market í London og ég fékk hann að gjöf frá kærastanum mínum. Hvenær: Fyrir svona fjórum árum. Af hverju í uppáhaldi: Rosalega mjúkur og hlýr og fallegur á litinn. Loðhælarnir: Hvar: Móðir mín keypti þá einhvers staðar í útlöndum á áttunda áratugnum. Hvenær: Ég gróf þá upp fyrir tveimur árum. Af hverju: Flottir og hlýir og vekja upp minningar frá barnæskunni. Efst á óskalistanum: Mjúk flík sem skýlir mér fyrir eldi og brennisteini íslenskrar veðráttu. Skósíður pels með háum kraga eða hettu frá Eggerti feldskera væri ekki slæmur. Ívar: Lopapeysan Hvar: Lopapeysuna keypti mamma handa mér í Tallinn þegar hún var þar á ferðalagi. Hvenær: Fyrir fimm árum síðan Af hverju: Mér finnst munstrið fallegt, liturinn er klassískur og svo er hún svakalega hlý. Loðhúfan: Hvar: Fékk hana líka frá mömmu, hún keypti hana í einhverri heildsölu í Kópavogi held ég þegar hún var í búningaleit. Hvenær: Ekki viss, ég held fyrir fjórum árum síðan. Af hverju í uppáhaldi: Á ekkert sem ver mig jafn vel fyrir vetrarkuldanum. Efst óskalistanum: Góður snjósleði, hraðskreiður og öruggur fyrir íslenskar aðstæður.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira