Innlent

Björgunarsveitir kallaðar út

Átta hópar björgunarsveitarmanna frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu voru kallaðir út á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna óveðursins sem gekk yfir. Óskað var eftir aðstoð eftir að þakplötur og lausir munir byrjuðu að fjúka og gátu valdið hættu og skemmdum. Mjög hvasst var í Reykjavík og frá því um miðjan dag í gær bárust um tuttugu beiðnir um aðstoð vegna óveðursins. Ekkert teljandi tjón virðist þó hafa orðið en starfi björgunarsveitanna var lokið á níunda tímanum í gærkvöldi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×