Erlent

Bílstjórar veittu enga hjálp

Margir ökumenn keyrðu framhjá konu sem lá alvarlega slösuð á akrein í Sidcup í Bretlandi án þess að koma henni til aðstoðar. Sumir ökumannanna beygðu jafnvel yfir á næstu akrein til að keyra ekki á konuna en létu alveg vera að nema staðar til að huga að henni. Öryggismyndavél myndaði hvern bílinn á fætur öðrum aka framhjá slasaðri konunni. Voru myndir úr henni birtar í breskum fjölmiðlum í gær og hefur málið hneykslað marga. Konan liggur meðvitundarlaus á sjúkrahúsi, en talið er að hún hafi orðið fyrir líkamsárás.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×