Erlent

Aftur í fangelsi

Fangarnir tveir sem flýðu úr fangelsi vestur af Stokkhólmi í síðustu viku eru á bak vil lás og slá á ný. Fangarnir fundust nærri Örebro og gáfu sig að lokum á vald lögreglu. Áður en til þess kom áttu þeir þó í löngum samningaviðræðum við lögreglu og meðan á þeim stóð skaut annar fanginn úr haglabyssu að flugvél sem sveimaði yfir með spennta fréttamenn. Fanginn sem skaut að flugvélinni afplánar fangelsisdóm fyrir morð. Hinn fanginn var fundinn sekur um stórfelld fíkniefnabrot. Flótti þeirra var þriðji fangaflóttinn í Svíþjóð frá því í júlí og varð fangelsismálastjóri að segja af sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×