Erlent

Látinn laus?

Palestínskir leyniþjónustumenn segjast hafa haft samband við mannræningja sem rændu fréttaframleiðanda CNN í gær og segjast vongóðir um að honum verði sleppt. Gíslinn er sagður á lífi og að vonir standi til að hann verði látinn laus á næstu klukkustundum. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna hefur beitt sér í málinu og er talið að það gæti haft sitt að segja. Þá hefur forætisráðherra Palestínu fordæmt athæfið og krafist lausnar gíslins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×