Einfaldlega geggjaður 22. september 2004 00:01 "Glingrið, skeljarnar og steinarnir. Hann er svo mikið ég," segir Jane María Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi í Smáralind, þegar hún segir frá eftirlætisbolnum sínum sem er úr þunnu gráu silki með ísaumuðum glitsteinum og skeljum. Hún rakst á bolinn á sumarútsölu og stóðst ekki freistinguna. "Hann er einfaldlega geggjaður, og sérstaklega við grófar gallabuxur," segir Jane sem kaupir sér mikið af fötum og telur sig vera algera fatafrík. "Starfs míns vegna er ég í mikið í tískuvöruverslunum og ég fíla mig alveg í tætlur í návígi við tískuna. Hinsvegar eru freistingarnar margar og oft erfitt að standast þær, en sem betur fer á ég æðislegan kærasta sem dregur mig stundum niður á jörðina þegar ég ætla að missa mig í eitthvert rugl," segir Jane. Aðspurð um nafnið segir Jane að amma hennar hafi borið þetta nafn. "Langamma mín þekkti færeyska konu sem hét þessu nafni og gaf dóttur sinni nafnið. Margir bera það fram á ensku en það á að bera það fram alveg eins og maður les það á íslensku. Það er mjög sjaldan sem ég heyri það rétt borið fram," segir Jane brosandi. Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Helgi í Góu minnist Pattýar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
"Glingrið, skeljarnar og steinarnir. Hann er svo mikið ég," segir Jane María Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi í Smáralind, þegar hún segir frá eftirlætisbolnum sínum sem er úr þunnu gráu silki með ísaumuðum glitsteinum og skeljum. Hún rakst á bolinn á sumarútsölu og stóðst ekki freistinguna. "Hann er einfaldlega geggjaður, og sérstaklega við grófar gallabuxur," segir Jane sem kaupir sér mikið af fötum og telur sig vera algera fatafrík. "Starfs míns vegna er ég í mikið í tískuvöruverslunum og ég fíla mig alveg í tætlur í návígi við tískuna. Hinsvegar eru freistingarnar margar og oft erfitt að standast þær, en sem betur fer á ég æðislegan kærasta sem dregur mig stundum niður á jörðina þegar ég ætla að missa mig í eitthvert rugl," segir Jane. Aðspurð um nafnið segir Jane að amma hennar hafi borið þetta nafn. "Langamma mín þekkti færeyska konu sem hét þessu nafni og gaf dóttur sinni nafnið. Margir bera það fram á ensku en það á að bera það fram alveg eins og maður les það á íslensku. Það er mjög sjaldan sem ég heyri það rétt borið fram," segir Jane brosandi.
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Helgi í Góu minnist Pattýar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira