Erlent

Austur-Tímorbúum fjölgar mikið

Eftir mikinn fólksflótta frá Austur-Tímor, meðan á aldarfjórðungslöngu og ofbeldisfullu hernámi Indónesa stóð, er landsmönnum farið að fjölga mikið í kjölfar þess að Indónesar hurfu á braut. Íbúar telja nú rúmlega 920 þúsund og er búist við því að þeir fari yfir eina milljón á næstu tveimur árum. Um 40 þúsund börn fæðast árlega og er fæðingartíðni með því hæsta sem þekkist í heiminum. Íbúum fjölgaði um sautján prósent síðustu þrjú árin, að stórum hluta vegna þess að nær 200 þúsund manns sem flýðu ofríki Indónesa hafa snúið aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×