Innlent

Vantar vinnuafl í Fjarðabyggð

Mikil eftirspurn er eftir vinnuafli í Fjarðabyggð um þessar mundir. Góð verkefnastaða er í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar og skuttogararnir Barði og Bjartur hafa fiskað vel undanfarið. Hefðbundin bolfiskvinnsla er stöðug og sem fyrr er hátt hlutfall í vinnslu á ferskum afurðum. Þá er stöðug slátrun á laxi frá Sæsilfri og Austlaxi en í laxasláturhúsinu er útlit fyrir aukna vinnslu. Auk þess er síldarvertíð í nánd og mun eftirspurn eftir vinnuafli vera mikil þess vegna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×