Reynslulausir í spillingarmálum 2. september 2004 00:01 Létta ætti á sönnunarbyrði í spillingarmálum svo auðvelda megi rannsóknarvinnu og auka heimildir til að gera gögn upptæk, segir í nýrri skýrslu Greco, ríkjahóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn spillingu. Afar lítil spilling viðgengst á Íslandi en um leið skortir opinbera starfsmenn á öllum sviðum reynslu í baráttunni gegn spillingu. Þó búa Íslendingar að langri hefð fyrir alþjóðlegum viðskiptum og eru því viðkvæmir fyrir áhættunni vegna glæpastarfsemi er þeim tengist. Í skýrslunni segir að áhersla hafi verið lögð á umbætur í opinberri stjórnsýslu á Íslandi undanfarin ár. Til vitnis um það eru ný lög sem sett voru í því skyni að auka skilvirkni í kjölfar aukinnar einkavæðingar opinberra stofnana. Líkt og í öðrum Evrópulöndum hefur þróunin verið í átt til einkavæðingar ríkisstofnana og meiri samvinnu milli einkageirans og hins opinbera, til að mynda með útboðum. Starfshópurinn bendir á að þessi þróun hafi sérstæðar afleiðingar á Íslandi í ljósi smæðar samfélagsins, mikillar valddreifingar og hættunnar á því að störfum sé úthlutað til skyldmenna. Nú þegar er til staðar nokkuð heildstæður lagarammi sem tekur á flestum þáttum spillingar. Þó er bent á að á Íslandi séu ekki til staðar sérstakar siðareglur sem miði að því að sporna gegn spillingu innan hins opinbera og lagt er til að úr því verði bætt. Setja ætti skýrar reglur um hagsmunaárekstra, svo sem varðandi móttöku gjafa, og eru til að mynda engar reglur sem segja að gefa þurfi það upp ef opinber starfsmaður þiggur gjafir. Einnig gætu hagsmunaárekstrar átt sér stað þegar opinberir starfsmenn skipta um störf og fara inn í einkageirann. Í mörgum tilfellum er hætta á því að upplýsingar sem starfsmaðurinn hefur viðað að sér í starfi séu misnotaðar almenningi í óhag. Þá þykir nefndinni ástæða til að benda á að engar skyldur hvíli á opinberum starfsmönnum varðandi tilkynningu á brotum sem þeir verða vitni að í starfi. Ekki eru heldur til reglur sem veita þeim sem tilkynnir slíkt brot viðunandi vernd. Greco beinir þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að bætt verði fyrir lok næsta árs úr þeim ágöllum sem bent er á í skýrslunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira
Létta ætti á sönnunarbyrði í spillingarmálum svo auðvelda megi rannsóknarvinnu og auka heimildir til að gera gögn upptæk, segir í nýrri skýrslu Greco, ríkjahóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn spillingu. Afar lítil spilling viðgengst á Íslandi en um leið skortir opinbera starfsmenn á öllum sviðum reynslu í baráttunni gegn spillingu. Þó búa Íslendingar að langri hefð fyrir alþjóðlegum viðskiptum og eru því viðkvæmir fyrir áhættunni vegna glæpastarfsemi er þeim tengist. Í skýrslunni segir að áhersla hafi verið lögð á umbætur í opinberri stjórnsýslu á Íslandi undanfarin ár. Til vitnis um það eru ný lög sem sett voru í því skyni að auka skilvirkni í kjölfar aukinnar einkavæðingar opinberra stofnana. Líkt og í öðrum Evrópulöndum hefur þróunin verið í átt til einkavæðingar ríkisstofnana og meiri samvinnu milli einkageirans og hins opinbera, til að mynda með útboðum. Starfshópurinn bendir á að þessi þróun hafi sérstæðar afleiðingar á Íslandi í ljósi smæðar samfélagsins, mikillar valddreifingar og hættunnar á því að störfum sé úthlutað til skyldmenna. Nú þegar er til staðar nokkuð heildstæður lagarammi sem tekur á flestum þáttum spillingar. Þó er bent á að á Íslandi séu ekki til staðar sérstakar siðareglur sem miði að því að sporna gegn spillingu innan hins opinbera og lagt er til að úr því verði bætt. Setja ætti skýrar reglur um hagsmunaárekstra, svo sem varðandi móttöku gjafa, og eru til að mynda engar reglur sem segja að gefa þurfi það upp ef opinber starfsmaður þiggur gjafir. Einnig gætu hagsmunaárekstrar átt sér stað þegar opinberir starfsmenn skipta um störf og fara inn í einkageirann. Í mörgum tilfellum er hætta á því að upplýsingar sem starfsmaðurinn hefur viðað að sér í starfi séu misnotaðar almenningi í óhag. Þá þykir nefndinni ástæða til að benda á að engar skyldur hvíli á opinberum starfsmönnum varðandi tilkynningu á brotum sem þeir verða vitni að í starfi. Ekki eru heldur til reglur sem veita þeim sem tilkynnir slíkt brot viðunandi vernd. Greco beinir þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að bætt verði fyrir lok næsta árs úr þeim ágöllum sem bent er á í skýrslunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira