Erlent

Bretar ósammála Bandaríkjamönnum

Gjá hefur myndast í fyrsta sinn milli breskra og bandarískra stjórnvalda vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hafa bresk stjórnvöld tekið sömu afstöðu og aðrar þjóðir Evrópu og gagnrýnt framferði Ísraelsstjórnar á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki sett sig upp á móti hugmyndum Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, um útvíkkun landnemasvæða Ísraelsmanna. Hafa þarlend stjórnvöld nýlega kynnt áætlanir um frekari uppbyggingu á Vesturbakkanum og eiga þar nú að rísa yfir 1500 heimili landnema innan tíðar. Palestínumenn segja frekari byggð Ísraela á svæðunum tveimur með öllu koma í veg fyrir stofnun ríkis Palestínu eins og hugmyndir hafa staðið til. Stjórnmálafræðingar segjast þó vissir um að fyrir dyrum standi frekari uppbygging Ísraelsmanna á svæðum sem eiga í raun að tilheyra Palestínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×