Erlent

Sprengjur í strandbæjum á Spáni

Fjórir særðust þegar tvær sprengjur sprungu í tveimur strandbæjum á Norður-Spáni í morgun. Maður, sem kenndi sig við ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, gerði lögreglu viðvart um sprengjurnar, sem sprungu í Baiona og Sanxenxo. Lögregla rýmdi hafnarsvæðið í Baiona áður en sprengjan sprakk. Hinni var komið fyrir í bifreið við ströndina í Sanxenxo, og þar slasaðist fólkið. Þetta er þriðja helgin í röð sem sprengjuárásir eru gerðar á ferðamannastaði á Norður -Spáni, þar sem vanalega er krökkt af sumarleyfisgestum á þessum tíma árs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×