Erlent

Átök við borgina Hilla

Pólskur hermaður lést og sex aðrir slösuðust þegar bíll var sprengdur við bílalest hersveitarinnar við borgina Hilla í Írak. Þar með er tala látinna pólskra hermanna komin í 14 frá september þegar Pólland tók við stjórn átta þúsund manna alþjóðlegum her í Írak. Þetta var þriðja árásin á herliðið á skömmum tíma. Borgin Hilla er um fimm kílómetra frá herbúðunum í Babylon, þar hefur mikið barist undanfarnar vikur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×