Erlent

15 saknað í Cornwall

Fimmtán manna er enn saknað eftir skyndiflóð í Cornwall, í Englandi, síðdegis í gær. Hundruð manna tepptust í flóðunum. Flóðin komu öllum að óvörum, eftir miklar úrhellis rigningar. Vatnsflaumurinn var svo mikill og bráður, að björgunarþyrlur flughersins voru kallaðar út, til aðstoðar. Þyrlurnar sveimuðu yfir bæjum á svæðinu og björguðu fólki af þökum húsa. Björgunarbátar voru einnig á ferðinni. Fimmtíu manns sátu fastir í bifreiðum sínum í vatnselgnum. Þrjátíu bílum skolaði út í höfnina og í það minnsta tvær byggingar hrundu til grunna þar sem þær stóðust ekki strauminn. Þetta er ein umfangesmesta björgunaraðgerð í Bretlandi í mörg ár. Enn er ekki vitað til þess að neinn hafi farist, en fimmtán er enn saknað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×