Mikilvægar kosningar í Venesúela 15. ágúst 2004 00:01 Íbúar í Venesúela greiddu í dag atkvæði um hvort reka ætti forseta landsins úr embætti. Niðurstaðna er beðið með eftirvæntingu þar sem þær gætu haft víðtæk áhrif, meðal annars hér á landi. Hugo Chaves hefur verið umdeildur í embætti frá því að hann settist á forsetastól í Venesúela árið 1998. Undanfarin tvö ár hafa blóðug átök staðið um forsetann sem vonir standa til að ljúki með atkvæðagreiðslunni. Margir óttast þó að svo verði ekki, einkum ef Chaves tapar og véfengir kosninguna. Sjálfur hefur hann ýjað að því að tap gæti fallið í grýttan jarðveg meðal stuðningsmanna í hernum og olíuiðnaði og að þeir myndu hugsanlega ekki sætta sig við annan forseta. Chaves hét því í kosningabaráttu sinni árið 1998 að berjast gegn spillingu og fátækt. Frá því að hann tók við embætti hefur hann lagt stóran hluta olíuauðs landsins í að niðurgreiða heilbrigðisþjónustu, menntun og ýmis konar félagsþjónustu fyrir fátæka. Þetta hefur tryggt honum vinsældir meðal hluta þjóðfélagsins en andstæðingar hans eru honum æfir fyrir að hafa sóað olíuauð í kolröng verkefni sem þeir segja fyrst og fremst þjóna tilgangi Chaves. Úrslita kosninganna er beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki síst í ljósi þess að Venesúela er fimmti stærsti olíuframleiðandi heims. Óreiða og upplausn í landinu yrði til þess að olíuverð á heimsmarkaði hækkaði enn frekar en það var einmitt einkum ótti við hugsanlega óöld í landinu sem varð til þess að verð á olíufati á heimsmarkaði hækkaði á föstudaginn upp í fjörutíu og sex dollara, sem er hæsta verð sem mælst hefur. Afleiðingar frekari hækkunar gætu orðið mjög alvarlegar fyrir efnahagslíf víða um heim, þar með talið hér á landi. Á myndinni sést Hugo Chaves greiða atkvæði sitt í kosningunum í dag. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Íbúar í Venesúela greiddu í dag atkvæði um hvort reka ætti forseta landsins úr embætti. Niðurstaðna er beðið með eftirvæntingu þar sem þær gætu haft víðtæk áhrif, meðal annars hér á landi. Hugo Chaves hefur verið umdeildur í embætti frá því að hann settist á forsetastól í Venesúela árið 1998. Undanfarin tvö ár hafa blóðug átök staðið um forsetann sem vonir standa til að ljúki með atkvæðagreiðslunni. Margir óttast þó að svo verði ekki, einkum ef Chaves tapar og véfengir kosninguna. Sjálfur hefur hann ýjað að því að tap gæti fallið í grýttan jarðveg meðal stuðningsmanna í hernum og olíuiðnaði og að þeir myndu hugsanlega ekki sætta sig við annan forseta. Chaves hét því í kosningabaráttu sinni árið 1998 að berjast gegn spillingu og fátækt. Frá því að hann tók við embætti hefur hann lagt stóran hluta olíuauðs landsins í að niðurgreiða heilbrigðisþjónustu, menntun og ýmis konar félagsþjónustu fyrir fátæka. Þetta hefur tryggt honum vinsældir meðal hluta þjóðfélagsins en andstæðingar hans eru honum æfir fyrir að hafa sóað olíuauð í kolröng verkefni sem þeir segja fyrst og fremst þjóna tilgangi Chaves. Úrslita kosninganna er beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki síst í ljósi þess að Venesúela er fimmti stærsti olíuframleiðandi heims. Óreiða og upplausn í landinu yrði til þess að olíuverð á heimsmarkaði hækkaði enn frekar en það var einmitt einkum ótti við hugsanlega óöld í landinu sem varð til þess að verð á olíufati á heimsmarkaði hækkaði á föstudaginn upp í fjörutíu og sex dollara, sem er hæsta verð sem mælst hefur. Afleiðingar frekari hækkunar gætu orðið mjög alvarlegar fyrir efnahagslíf víða um heim, þar með talið hér á landi. Á myndinni sést Hugo Chaves greiða atkvæði sitt í kosningunum í dag.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira