Erlent

Ómögulegt að sporna við hækkun

Fulltrúi Írans hjá Samtökum olíuframleiðsluríkja segir að samtökin geti ekkert gert til þess að lækka hið himinháa olíuverð. Framleiðslan sé þegar 2,8 milljónir fata umfram eftirspurn og það hafi því enga þýðingu að auka framleiðsluna. Hann segir að svo virðist sem verðið haldi áfram að hækka, án nokkurs tillits til almennra markaðslögmála um framleiðslu og eftirspurn. Heimsmarkaðsverð á olíu er nú yfir 45 dollarar fyrir fatið og er talið vel mögulegt að það fari upp í fimmtíu, og jafnvel sextíu dollara, ef þessi vitleysa heldur áfram eins og markaðsfræðingar orða það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×