Erlent

115 látnir og 1800 slasaðir í Kína

Eitt hundrað og fimmtán hafa látist og átján hundruð eru slasaðir eftir að fellibylurinn Rananim gekk yfir Kína í gærkvöldi.  Nærri tvö hundruð eru alvarlega slasaðir og yfir fjörutíu þúsund byggingar hafa hrunið til grunna. Miklar skemmdir urðu á hrísgrjónaökrum í þessum versta byl sem komið hefur inn á landið í sjö ár. Hátt í hálf milljón manna hefur þurft að flýja heimili sín vegna fellibylsins en vindhraði hefur farið yfir fjörutíu metra á sekúndu. Yfirvöld í Zhe-jiang héraði hafa óskað eftir aðstoð frá ríkisstjórn landsins vegna hörmunganna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×