Erlent

Palestínumenn reiðir eigin mönnum

Margir Palestínumenn eru reiðir eftir sprengjuárás sem beint var gegn Ísraelum. Sprengjan sprakk í grennd við landamærastöð á Vesturbakkanum í gær. Hún varð tveim Palestínumönnum að bana og særði tíu. Auk þess særðust sex ísraelskir hermenn. Þetta er í annað skiptið á nokkrum mánuðum sem svona nokkuð gerist. Margir Palestínumenn eru orðnir þreyttir á árásunum. Þeirra á meðal er Ahmed Oureia forsætisráðherra sem segir að þær skaði málstað Palestínumanna. Myndin er frá rústum heimila Palestínumanna á Gaza-svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×