Erlent

Svíar orðnir níu milljónir

Svíar urðu í gær níu milljón talsins. Samkvæmt opinberum áætlunartölum fæddist barnið sem kom fólksfjöldanum í níu milljónir klukkan 12.58 að íslenskum tíma. Svíum hefur fjölgað um eina milljón síðan árið 1969 og því er spáð að þeir verði orðnir tíu milljón talsins fyrir árið 2027. Fæðingartíðni í Svíþjóð er með því lægsta sem gerist en Svíum hefur þó fjölgað að meðaltali um 30 þúsund á ári síðustu fimm ár. Skýringanna á þessari fjölgun er einkum að leita í aukningu nýbúa en um 12% Svía eru af erlendu bergi brotnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×