Erlent

15 særast í árásum Ísraelshers

15 særðust, þar á meðal tvö börn, í árásum Ísraelshers á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist hafa skotið flugskeyti að palestínskum vígamönnum á opnu svæði. Tíu ísraelskir skriðdrekar og nokkrir valtarar voru þar til að brjóta niður hús Palestínumanna. Þau stóðu nálægt landnemabyggð þar sem Ísraelsmenn hyggjast reisa varnarmúr. Palestínskir uppreisnarmenn hófu að skjóta á herliðið og kallaði þá herinn á árásarþyrlu til sér aðstoðar. Sjónarvottar segja að flugskeytið hafi lent nærri hópi óbreyttra borgara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×