Erlent

Gosdrykkur gegn Sharon

Gosdrykkurinn Mecca-Cola er kominn í verslanir í Palestínu. Hagnaður af sölu drykkjarins, sem er nefndur eftir borginni Mecca, helgasta stað múslima, rennur til velferðarmála Palestínumanna og er þannig beint gegn ísraelsku ríkisstjórninni. Mecca-Cola kom reyndar fyrst á markað í Frakklandi fyrir tveimur árum. Drykkurinn fæst með appelsínu-, límonaði- og eplabragði til viðbótar við kólabragð að sjálfsögðu. Athafnamaður frá Túnis er maðurinn á bak við Mecca-Cola og segir hann að drykknum sé ætlað að snúa fólki gegn forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon. Á vefsíðu drykkjarins má þannig sjá myndir af palestínskum börnum kasta steinum að ísraelskum skriðdrekum og eru börnin handtekin í kjölfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×