Erlent

Súdanir mótmæla ályktun SÞ

Rúmlega 100 þúsund manns komu saman á götum Khartúm, höfuðborgar Súdans, og mótmæltu ályktun Sameinuðu þjóðanna sem veitir súdönskum yfirvöldum mánaðarfrest til að stöðva ofsóknir vígasveita í Darfur-héraði. Mótmælin voru skipulögð af hinu opinbera. Mótmælendur vöruðu ennfremur við að önnur ríki sendu inn herlið því það gæti leitt til svipaðs ástands og í Afganistan og Írak. Enginn hefur lagt til að senda herlið inn í landið en það er hugsanlegur valkostur í stöðunni. Frakkar hafa sent lítinn herafla meðfram landamærum Tsjad til að hindra að vígamenn ráðist á flóttamannbúðir þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×