Erlent

Friðardúfur til Aþenu

Fimm friðardúfum, sem bera boðskap fimm trúarleiðtoga, var sleppt í Róm í dag. Þeim er ætlað að fljúga á Ólympíuleikana í Aþenu. Boðskapurinn sem dúfurnar flytja er frá Jóhannesi Páli páfa og æðstu trúarleiðtogum gyðinga og múslima. 30 bréfdúfur fylgja friðardúfunum fimm á þessu ferðalagi. Leiðin liggur fyrst til Valona í Albaníu og þaðan yfir Miðjarðarhafið til Aþenu. Vonast er til að dúfurnar komi á áfangastað 10. ágúst, daginn áður en Ólympíuleikarnir hefjast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×