Framtíð milljóna í húfi 3. ágúst 2004 00:01 Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að mannúðarástand hvergi alvarlegra en í Darfur héraði í Súdan. Þar hafa 30 til 50 þúsund manns látið í lífið í átökum síðastliðið eitt og hálft ár og talið er að ein milljón manns sé á vergangi. Stjórnvöld í Súdan hafa samþykkt að verða við ályktun Sameinuðu þjóðanna sem felur í sér að ríkisstjórnin taki málið föstum tökum á næstu þrjátíu dögum. Þó er ástæða til að hafa fyrirvara við þau loforð. Átökin í Darfur hafa nú verið viðvarandi í hálft annað ár og segja mannréttindasamtökin Amnesty International það víst að arabískar vígasveitir séu málaliðar á vegum ríkisstjórnarinnar. Yfirvöld í Súdan hafa því haft bjargir og úrræði til að taka málin í sínar hendur fyrr, en ljóst er að skort hefur pólitískan vilja til þess. Ákafari átök en áður Súdan er stríðshrjáð land og árásir hirðingja á bændur alls ekki nýjar af nálinni. Amnestuy International komst þó að þeirri niðurstöðu í skýrlu sinni í febrúar á þessu ári að skærurnar sem eiga sér stað í Darfur séu ákafari en í hefðbundnum deilum. Yfirleitt hefur verið barist um jarðnæði og átökin aukist eftir því sem bændur taka meira land til ræktar og það er algengt að stríðandi komist að sáttum sín á milli án milligöngu stjórnarinnar. Átökin sem nú hafa geisað í hálft annað ár virðast þó vera af öðrum og alvarlegri toga samkvæmt Amnesty International, þar sem skipulagðar aftökur og fjöldi fallinna í stökum árásum eru sagðar vekja ugg um að ofsóknirnar nálgist að vera komnar á stig þjóðernishreinsana. Frásagnir af mannránum, þrælahaldi, nauðgunum, pyntingum og hrottalegum aftökum eru orðnar daglegt brauð. Bakgrunnur átakanna Í mars 2004 stofnuð súdanskir andófsmenn í Darfur Frelsishreyfingu og her Súdan, til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda gegn árásum hirðingja, þar sem þorri fallinna voru almennir borgarar. Í apríl sama ár réðust uppreisnarmenn á stjórnarherinn við flugvöll í norður-Darfur og felldu alls 70 hermenn og eyðilögðu nokkrar flugvélar. Ríkisstjórnin ákvað að bregðast við að hörku til að bæla niður uppreisnina og átökin hafa verið viðvarandi allar götur síðan. Önnur andófshreyfing, Réttlætis og jafnréttishreyfing Súdan hefur gert sig gildandi síðan þá og berst gegn stjórnarhernum. Auk þess að beita her sínum hefur ríkisstjórnin nýtt sér þjónustu málaliða til að bæla niður uppreisnina í Darfur, aðallega hirðingjum af arabískum uppruna, en þeirra alræmdastir eru án efa Janjawid hirðingjarnir (Janjawid þýðir vopnaðir reiðmenn). Eftir að þeir drógust í átökin hafa þau fengið fengið á sig nýjan blæ og saka bændur sem hafa orðið fyrir árásum þá um þjóðernishreinsanir. Ríkisstjórn Súdan hafnar öllum tengslum við vígasveitir araba, en það hefur ekki verið tekið trúanlegt. Í fyrra afvopnaði ríkisstjórnin fjölda uppreisnarmanna, en vígasveitir sem talið er að stjórnin haldi hlífiskildi yfir héldu sínum vopnum. Staðfesta Sameinuðu þjóðanna Almenningur í Darfur segist vera fórnarlamb þjóðernishreinsana og mannréttindasamtök hafa lýst áhyggjum sínum af kerfisbundnum ofsóknum, en opinberir aðilar alþjóðasamfélagsins hafa verið tregir til að taka undir það. Afríkusambandið sem kom mest að málum framan sagði átökin alls ekki vera á því stigi að um þjóðernishreinsanir væri að ræða. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum sínum yfir þróun mála en velja orð sín af kostgæfni. Samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna hefur þjóðarmorð átt sér stað fjórum sinnum í sögunni, í Þýskalandi, Armeníu, Kambódíu og í Rúanda. Ef eitthvert aðildarríki Sameinuðu þjóðanna fullyrða að fullyrða að þjóðarmorð eigi sér stað innan einhvers ríkis fer ákveðið ferli af stað; það þarf að grípa í taumana og það fljótt. Vesturlönd eiga erfitt með að hunsa vandann í Darfur, sérstaklega í ljósi aðgerðaleysis síns í Rúanda árið 1994 þegar 800 þúsund manns voru teknir af lífi á aðeins þremur mánuðum. Hins vegar hefur Súdan lítið pólitískt eða efnahagslegt vægi sem skýrir að einhverju leyti tregðu Vesturlanda við að kosta miklu til vegna málsins. Næstu vikur koma til með að skipta sköpum um milljón manns sem ætlað er að sé á vergangi vegna ofsókna í Darfur og skiptir þar staðfesta Sameinuðu þjóðanna til að halda málinu til streitu hugsanlega mestu. Erlent Fréttir Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að mannúðarástand hvergi alvarlegra en í Darfur héraði í Súdan. Þar hafa 30 til 50 þúsund manns látið í lífið í átökum síðastliðið eitt og hálft ár og talið er að ein milljón manns sé á vergangi. Stjórnvöld í Súdan hafa samþykkt að verða við ályktun Sameinuðu þjóðanna sem felur í sér að ríkisstjórnin taki málið föstum tökum á næstu þrjátíu dögum. Þó er ástæða til að hafa fyrirvara við þau loforð. Átökin í Darfur hafa nú verið viðvarandi í hálft annað ár og segja mannréttindasamtökin Amnesty International það víst að arabískar vígasveitir séu málaliðar á vegum ríkisstjórnarinnar. Yfirvöld í Súdan hafa því haft bjargir og úrræði til að taka málin í sínar hendur fyrr, en ljóst er að skort hefur pólitískan vilja til þess. Ákafari átök en áður Súdan er stríðshrjáð land og árásir hirðingja á bændur alls ekki nýjar af nálinni. Amnestuy International komst þó að þeirri niðurstöðu í skýrlu sinni í febrúar á þessu ári að skærurnar sem eiga sér stað í Darfur séu ákafari en í hefðbundnum deilum. Yfirleitt hefur verið barist um jarðnæði og átökin aukist eftir því sem bændur taka meira land til ræktar og það er algengt að stríðandi komist að sáttum sín á milli án milligöngu stjórnarinnar. Átökin sem nú hafa geisað í hálft annað ár virðast þó vera af öðrum og alvarlegri toga samkvæmt Amnesty International, þar sem skipulagðar aftökur og fjöldi fallinna í stökum árásum eru sagðar vekja ugg um að ofsóknirnar nálgist að vera komnar á stig þjóðernishreinsana. Frásagnir af mannránum, þrælahaldi, nauðgunum, pyntingum og hrottalegum aftökum eru orðnar daglegt brauð. Bakgrunnur átakanna Í mars 2004 stofnuð súdanskir andófsmenn í Darfur Frelsishreyfingu og her Súdan, til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda gegn árásum hirðingja, þar sem þorri fallinna voru almennir borgarar. Í apríl sama ár réðust uppreisnarmenn á stjórnarherinn við flugvöll í norður-Darfur og felldu alls 70 hermenn og eyðilögðu nokkrar flugvélar. Ríkisstjórnin ákvað að bregðast við að hörku til að bæla niður uppreisnina og átökin hafa verið viðvarandi allar götur síðan. Önnur andófshreyfing, Réttlætis og jafnréttishreyfing Súdan hefur gert sig gildandi síðan þá og berst gegn stjórnarhernum. Auk þess að beita her sínum hefur ríkisstjórnin nýtt sér þjónustu málaliða til að bæla niður uppreisnina í Darfur, aðallega hirðingjum af arabískum uppruna, en þeirra alræmdastir eru án efa Janjawid hirðingjarnir (Janjawid þýðir vopnaðir reiðmenn). Eftir að þeir drógust í átökin hafa þau fengið fengið á sig nýjan blæ og saka bændur sem hafa orðið fyrir árásum þá um þjóðernishreinsanir. Ríkisstjórn Súdan hafnar öllum tengslum við vígasveitir araba, en það hefur ekki verið tekið trúanlegt. Í fyrra afvopnaði ríkisstjórnin fjölda uppreisnarmanna, en vígasveitir sem talið er að stjórnin haldi hlífiskildi yfir héldu sínum vopnum. Staðfesta Sameinuðu þjóðanna Almenningur í Darfur segist vera fórnarlamb þjóðernishreinsana og mannréttindasamtök hafa lýst áhyggjum sínum af kerfisbundnum ofsóknum, en opinberir aðilar alþjóðasamfélagsins hafa verið tregir til að taka undir það. Afríkusambandið sem kom mest að málum framan sagði átökin alls ekki vera á því stigi að um þjóðernishreinsanir væri að ræða. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum sínum yfir þróun mála en velja orð sín af kostgæfni. Samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna hefur þjóðarmorð átt sér stað fjórum sinnum í sögunni, í Þýskalandi, Armeníu, Kambódíu og í Rúanda. Ef eitthvert aðildarríki Sameinuðu þjóðanna fullyrða að fullyrða að þjóðarmorð eigi sér stað innan einhvers ríkis fer ákveðið ferli af stað; það þarf að grípa í taumana og það fljótt. Vesturlönd eiga erfitt með að hunsa vandann í Darfur, sérstaklega í ljósi aðgerðaleysis síns í Rúanda árið 1994 þegar 800 þúsund manns voru teknir af lífi á aðeins þremur mánuðum. Hins vegar hefur Súdan lítið pólitískt eða efnahagslegt vægi sem skýrir að einhverju leyti tregðu Vesturlanda við að kosta miklu til vegna málsins. Næstu vikur koma til með að skipta sköpum um milljón manns sem ætlað er að sé á vergangi vegna ofsókna í Darfur og skiptir þar staðfesta Sameinuðu þjóðanna til að halda málinu til streitu hugsanlega mestu.
Erlent Fréttir Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira