Erlent

Leigubílstjórar brjóta lög

Leigubílstjórar í Næstved í Danmörku ætla opinberlega að brjóta lög og hætta með því atvinnuréttindum sínum. Ástæðan er að sami maðaurinn ógnaði tveimur leigubílstjórum tvívegis sama sólarhringinn með fjaðurhnífi, til að komast hjá því að greiða fargjaldið, en í dönskum lögum er leigubílstjórum gert að aka hverjum þeim, sem óskar eftir þjónustu þeirra, skilyrðislaust. Þessa lagagrein ætla bílstjórarnir í Næstved nú að brjóta, næst þegar hnífamaðurinn vill fá far, þeir segjast frekar ætla að fórna atvinnuréttindunum en lífinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×