Súdanar uggandi um refsiaðgerðir 27. júlí 2004 00:01 Súdanska ríkisstjórnin fordæmdi hugmyndir um erlendar hersveitir í Darfur-héraði í gær. Bandaríkjamenn hafa endurskoðað uppkast að ályktun Sameinuðu þjóðanna um stöðu mála í héraðinu. Arabar eru áhyggjufullir. Súdanska ríkisstjórnin fordæmdi hugmyndir um að erlendar hersveitir blandi sér í málefni Darfur-héraðs í Súdan eftir ríkisstjórnarfund í gær. Ríkisstjórnin lýsti því ennfremur yfir að Súdanar gætu leyst vandamál sín af sjálfsdáðum. Ríkisstjórnarfundurinn átti sér stað degi eftir að utanríkisráðherrar Evrópusambandsins lögðu mikla áherslu á að súdanska stjórnin stæði við loforð sitt við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, síðan í byrjun júlí um að afvopna sveitir arabískra vígamanna í héraðinu, auka öryggi borgara í Darfur-héraðinu og veita hjálparstofnunum betri aðgang þar að. Þrátt fyrir að engin vestræn þjóð hafi lýst sig fylgjandi því að senda hersveitir til Darfur koma hernaðaraðgerðir þar til greina. Stjórnvöldum hefur ekki tekist að vinna gegn arabískum vígamönnum sem taldir eru bera ábyrgð á að brenna og ræna þorp blökkumanna í héraðinu. Yfirmaður hernaðarmála í Bretlandi hefur lýst því yfir að Bretar geti sent 5.000 hersveitir til Súdans ef þörf krefur. Bandaríkjamenn segjast enn ekki áætla að senda herlið til Darfur en segjast þó mjög vel á verði gagnvart ástandinu þar. Bandaríkjamenn hafa endurskoðað uppkast að ályktun Sameinuðu þjóðanna um Súdan og hafa þrýst á um atkvæðagreiðslu í öryggisráðinu í þessari viku. Ályktun Bandaríkjaþings frá í síðustu viku fól í fyrsta skipti í sér beina hótun um refsiaðgerðir gegn súdönskum stjórnvöldum verði ekki tekið á málum í Darfur-héraðinu. Rússar, Pakistanar og Kínverjar hafa aftur á móti lýst sig andvíg hótunum um refsiaðgerðir og vilja að Súdönum verði gefinn nægur tími til þess að verða við samkomulaginu frá því í byrjun júlí. Þá hafa leiðtogar úr arabaheiminum komið stjórnvöldum í Súdan til aðstoðar og neitað því að stjórnin sé ábyrg fyrir átökunum í Darfur. Jafnvel þeir leiðtogar sem gagnrýnt hafa súdönsk stjórnvöld vegna ástandsins í héraðinu telja vestrænar þjóðir ekki á réttri braut í málefnum Darfur og óttast mjög að atburðirnir í Írak eigi eftir að endurtaka sig. Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sjá meira
Súdanska ríkisstjórnin fordæmdi hugmyndir um erlendar hersveitir í Darfur-héraði í gær. Bandaríkjamenn hafa endurskoðað uppkast að ályktun Sameinuðu þjóðanna um stöðu mála í héraðinu. Arabar eru áhyggjufullir. Súdanska ríkisstjórnin fordæmdi hugmyndir um að erlendar hersveitir blandi sér í málefni Darfur-héraðs í Súdan eftir ríkisstjórnarfund í gær. Ríkisstjórnin lýsti því ennfremur yfir að Súdanar gætu leyst vandamál sín af sjálfsdáðum. Ríkisstjórnarfundurinn átti sér stað degi eftir að utanríkisráðherrar Evrópusambandsins lögðu mikla áherslu á að súdanska stjórnin stæði við loforð sitt við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, síðan í byrjun júlí um að afvopna sveitir arabískra vígamanna í héraðinu, auka öryggi borgara í Darfur-héraðinu og veita hjálparstofnunum betri aðgang þar að. Þrátt fyrir að engin vestræn þjóð hafi lýst sig fylgjandi því að senda hersveitir til Darfur koma hernaðaraðgerðir þar til greina. Stjórnvöldum hefur ekki tekist að vinna gegn arabískum vígamönnum sem taldir eru bera ábyrgð á að brenna og ræna þorp blökkumanna í héraðinu. Yfirmaður hernaðarmála í Bretlandi hefur lýst því yfir að Bretar geti sent 5.000 hersveitir til Súdans ef þörf krefur. Bandaríkjamenn segjast enn ekki áætla að senda herlið til Darfur en segjast þó mjög vel á verði gagnvart ástandinu þar. Bandaríkjamenn hafa endurskoðað uppkast að ályktun Sameinuðu þjóðanna um Súdan og hafa þrýst á um atkvæðagreiðslu í öryggisráðinu í þessari viku. Ályktun Bandaríkjaþings frá í síðustu viku fól í fyrsta skipti í sér beina hótun um refsiaðgerðir gegn súdönskum stjórnvöldum verði ekki tekið á málum í Darfur-héraðinu. Rússar, Pakistanar og Kínverjar hafa aftur á móti lýst sig andvíg hótunum um refsiaðgerðir og vilja að Súdönum verði gefinn nægur tími til þess að verða við samkomulaginu frá því í byrjun júlí. Þá hafa leiðtogar úr arabaheiminum komið stjórnvöldum í Súdan til aðstoðar og neitað því að stjórnin sé ábyrg fyrir átökunum í Darfur. Jafnvel þeir leiðtogar sem gagnrýnt hafa súdönsk stjórnvöld vegna ástandsins í héraðinu telja vestrænar þjóðir ekki á réttri braut í málefnum Darfur og óttast mjög að atburðirnir í Írak eigi eftir að endurtaka sig.
Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sjá meira