Erlent

Höfrungar og selir í Thames

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og lífsskilyrði í ánni eru loks orðin svo góð að nýju að sífellt finnast fleiri dýrategundir í ánni. Má þar helst þakka nútíma klóakhreinsunarstöðvum og auknum kröfum varðandi úrgang verksmiðja á árbökkunum. Fyrsti silungurinn sem veiddist eftir að átak hófst um hreinsun árinnar var dreginn á land fyrir sjötíu árum. Upp frá því hefur sífellt bæst í hóp þeirra dýrategunda sem lifa í ánni og hefur aukningin orðið hvað mest á síðustu þremur áratugum. Einna merkilegastur þykir fundur á einum einstaklingi af sæhesti, en aðeins einn annar hefur fundist frá því hann var flæmdur burt vegna mengunar, og fannst sá árið 1976. Alls lifa nú um 118 tegundir af fiski, auk nokkurra smárra hvalategunda í ánni. Vísindamenn munu á næstunni hefja rannsóknir á lífríki árinnar þar sem sérstaklega verður fylgst með hegðun höfrunga og hvala.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×