Kemur alltaf á óvart 21. júlí 2004 00:01 "Uppáhaldsflíkin mín er kúrekahatturinn minn," segir Valur Gunnarsson ritstjóri mánaðarritsins Grapevine, söngvari hljómsveitarinnar Ríkisins og rithöfundur og leikskáld með meiru. "Ég keypti þennan kúrekahatt í Minneapolis í Bandaríkjunum í febrúar árið 2001. Þar var ég að spila á klúbb sem heitir First Avenue á Leonard Cohen-hátíð. Tónleikahaldarinn hafði keypt plötuna mína Reykjavíkurkvöld í gegnum netið og bað mig um að koma á hátíðina. Ég spilaði á klúbbnum aleinn með kassagítarinn og keypti hattinn minn góða," segir Valur en mikið flakk hefur verið á þessum blessaða hatti. "Frá Minneapolis fór ég síðan til Finnlands og þar gleymdi ég hattinum þegar ég fór aftur heim. Ég ferðaðist aftur til Finnlands um haustið þar sem verið var að frumsýna leikrit eftir mig sem heitir Tricks. Þar fékk ég hattinn minn aftur," segir Valur en Tricks var frumsýnt í stærsta og eina enskumælandi leikhúsinu í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Ekki var ferðalagið á kúrekahattinum búið og týndist hann aftur nokkru seinna. "Á útgáfutónleikum Ríkisins í desember í fyrra týndist hann aftur og þá var hann týndur í um það bil þrjá mánuði. Síðan rakst gítarleikari hljómsveitarinnar á hann í Mosfellsbæ og ég hef svo sem aldrei fengið skýringu á því af hverju hann var þar niðurkominn," segir Valur en honum finnst þetta ferðalag á hattinum þó ekkert leiðinlegt í sjálfu sér. "Hatturinn hefur verið á vísum stað síðan hann fannst aftur. Mér finnst nú bara frekar spennandi ef hann týnist aftur að sjá hvar hann birtist," segir Valur sem á svo sannarlega hatt sem kemur alltaf á óvart. Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Uppáhaldsflíkin mín er kúrekahatturinn minn," segir Valur Gunnarsson ritstjóri mánaðarritsins Grapevine, söngvari hljómsveitarinnar Ríkisins og rithöfundur og leikskáld með meiru. "Ég keypti þennan kúrekahatt í Minneapolis í Bandaríkjunum í febrúar árið 2001. Þar var ég að spila á klúbb sem heitir First Avenue á Leonard Cohen-hátíð. Tónleikahaldarinn hafði keypt plötuna mína Reykjavíkurkvöld í gegnum netið og bað mig um að koma á hátíðina. Ég spilaði á klúbbnum aleinn með kassagítarinn og keypti hattinn minn góða," segir Valur en mikið flakk hefur verið á þessum blessaða hatti. "Frá Minneapolis fór ég síðan til Finnlands og þar gleymdi ég hattinum þegar ég fór aftur heim. Ég ferðaðist aftur til Finnlands um haustið þar sem verið var að frumsýna leikrit eftir mig sem heitir Tricks. Þar fékk ég hattinn minn aftur," segir Valur en Tricks var frumsýnt í stærsta og eina enskumælandi leikhúsinu í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Ekki var ferðalagið á kúrekahattinum búið og týndist hann aftur nokkru seinna. "Á útgáfutónleikum Ríkisins í desember í fyrra týndist hann aftur og þá var hann týndur í um það bil þrjá mánuði. Síðan rakst gítarleikari hljómsveitarinnar á hann í Mosfellsbæ og ég hef svo sem aldrei fengið skýringu á því af hverju hann var þar niðurkominn," segir Valur en honum finnst þetta ferðalag á hattinum þó ekkert leiðinlegt í sjálfu sér. "Hatturinn hefur verið á vísum stað síðan hann fannst aftur. Mér finnst nú bara frekar spennandi ef hann týnist aftur að sjá hvar hann birtist," segir Valur sem á svo sannarlega hatt sem kemur alltaf á óvart.
Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira