Kemur alltaf á óvart 21. júlí 2004 00:01 "Uppáhaldsflíkin mín er kúrekahatturinn minn," segir Valur Gunnarsson ritstjóri mánaðarritsins Grapevine, söngvari hljómsveitarinnar Ríkisins og rithöfundur og leikskáld með meiru. "Ég keypti þennan kúrekahatt í Minneapolis í Bandaríkjunum í febrúar árið 2001. Þar var ég að spila á klúbb sem heitir First Avenue á Leonard Cohen-hátíð. Tónleikahaldarinn hafði keypt plötuna mína Reykjavíkurkvöld í gegnum netið og bað mig um að koma á hátíðina. Ég spilaði á klúbbnum aleinn með kassagítarinn og keypti hattinn minn góða," segir Valur en mikið flakk hefur verið á þessum blessaða hatti. "Frá Minneapolis fór ég síðan til Finnlands og þar gleymdi ég hattinum þegar ég fór aftur heim. Ég ferðaðist aftur til Finnlands um haustið þar sem verið var að frumsýna leikrit eftir mig sem heitir Tricks. Þar fékk ég hattinn minn aftur," segir Valur en Tricks var frumsýnt í stærsta og eina enskumælandi leikhúsinu í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Ekki var ferðalagið á kúrekahattinum búið og týndist hann aftur nokkru seinna. "Á útgáfutónleikum Ríkisins í desember í fyrra týndist hann aftur og þá var hann týndur í um það bil þrjá mánuði. Síðan rakst gítarleikari hljómsveitarinnar á hann í Mosfellsbæ og ég hef svo sem aldrei fengið skýringu á því af hverju hann var þar niðurkominn," segir Valur en honum finnst þetta ferðalag á hattinum þó ekkert leiðinlegt í sjálfu sér. "Hatturinn hefur verið á vísum stað síðan hann fannst aftur. Mér finnst nú bara frekar spennandi ef hann týnist aftur að sjá hvar hann birtist," segir Valur sem á svo sannarlega hatt sem kemur alltaf á óvart. Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
"Uppáhaldsflíkin mín er kúrekahatturinn minn," segir Valur Gunnarsson ritstjóri mánaðarritsins Grapevine, söngvari hljómsveitarinnar Ríkisins og rithöfundur og leikskáld með meiru. "Ég keypti þennan kúrekahatt í Minneapolis í Bandaríkjunum í febrúar árið 2001. Þar var ég að spila á klúbb sem heitir First Avenue á Leonard Cohen-hátíð. Tónleikahaldarinn hafði keypt plötuna mína Reykjavíkurkvöld í gegnum netið og bað mig um að koma á hátíðina. Ég spilaði á klúbbnum aleinn með kassagítarinn og keypti hattinn minn góða," segir Valur en mikið flakk hefur verið á þessum blessaða hatti. "Frá Minneapolis fór ég síðan til Finnlands og þar gleymdi ég hattinum þegar ég fór aftur heim. Ég ferðaðist aftur til Finnlands um haustið þar sem verið var að frumsýna leikrit eftir mig sem heitir Tricks. Þar fékk ég hattinn minn aftur," segir Valur en Tricks var frumsýnt í stærsta og eina enskumælandi leikhúsinu í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Ekki var ferðalagið á kúrekahattinum búið og týndist hann aftur nokkru seinna. "Á útgáfutónleikum Ríkisins í desember í fyrra týndist hann aftur og þá var hann týndur í um það bil þrjá mánuði. Síðan rakst gítarleikari hljómsveitarinnar á hann í Mosfellsbæ og ég hef svo sem aldrei fengið skýringu á því af hverju hann var þar niðurkominn," segir Valur en honum finnst þetta ferðalag á hattinum þó ekkert leiðinlegt í sjálfu sér. "Hatturinn hefur verið á vísum stað síðan hann fannst aftur. Mér finnst nú bara frekar spennandi ef hann týnist aftur að sjá hvar hann birtist," segir Valur sem á svo sannarlega hatt sem kemur alltaf á óvart.
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira