Tíu ráð varðandi útsölur 14. júlí 2004 00:01 Tíu ráð til að hafa bak við eyrað 1. Slepptu ruslinu. Alls ekki fara í þær verslanir sem þú veist að selja ekkert sem þér líst á. Farðu í uppáhaldsbúðirnar þínar og láttu þar við sitja. Það er bara pirrandi að standa í óþarfa rápi. 2. Ekki láta gabba þig. Ekki kaupa eitthvað bara út af því að það er á útsölu. Ekki láta skilti eins og "50--70 prósent afsláttur" eða "Allt á að seljast" trufla þig. 3. Vertu hagsýn/n. Ekki kaupa eitthvað sem fer úr tísku um leið og haustið skellur á. Reyndu að kaupa þér klassískar flíkur sem þú getur alltaf notað. Mundu að verslunareigendur halda einmitt útsölur til að losa sig við fötin sem eru ekki í tísku og rýma til fyrir tískufatnaði. 4. Ekki láta fólk trufla þig. Taktu þér þinn tíma þó margir séu að bíða eftir mátunarklefanum. Mátaðu allt almennilega og vertu viss um að þetta sé það sem þú vilt. Stundum verður fólk frekt og pirrað á útsölu en ekki falla í þá gildru. Haltu ró þinni og þá verða allir miklu ánægðari -- þar með talið þú. 5. Ekki kaupa sandala og sumarskó. Reyndu að finna góða skó sem þú getur líka notað á veturna. Sandalar eyðileggjast fljótt og því ekki vænlegur kostur hér á Klakanum. 6. Ekki fara um helgar. Reyndu að fara fyrripartinn í verslunarleiðangur og þá á virkum dögum. Best er náttúrlega að fara um leið og verslunin opnar því þá er enginn á stjá. Þá áttu verslunina fyrir þig og getur mátað allt sem hugurinn girnist. 7. Láttu þér líða vel. Ef það er of heitt og sveitt í verslunum og röðin of löng í mátunarklefann, farðu þá bara heim. Það er allt í lagi þó þú finnir ekki eitthvað. Það kemur dagur eftir þennan dag. 8. Ekki eyða tíma. Vertu ekki of lengi í sömu versluninni -- þá gæti þér farið að langa í eitthvað sem þú þarft ekki. Skannaðu verslunina fljótt en örugglega, mátaðu ef þú sérð eitthvað eða drífðu þig einfaldlega út. 9. Fáðu þér að borða. Ekki fara glorsoltin/n á útsölur. Fáðu þér gott í gogginn á undan og hafðu svo eitthvað orkuhvetjandi við höndina. Sestu síðan niður eftir útsölutörnina og fáðu þér gómsæta köku, ís eða kaffibolla. 10. Gríptu tækifærið. Útsölur eru frábærar þegar maður finnur eitthvað. Ef þú finnur eitthvað sem smellpassar og þér finnst alveg dúndurflott þá skelltu þér á það. Þó það sé tískubóla eða sumarvara -- ef að þér líður vel þá er um að gera að grípa tækifærið. Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Tíu ráð til að hafa bak við eyrað 1. Slepptu ruslinu. Alls ekki fara í þær verslanir sem þú veist að selja ekkert sem þér líst á. Farðu í uppáhaldsbúðirnar þínar og láttu þar við sitja. Það er bara pirrandi að standa í óþarfa rápi. 2. Ekki láta gabba þig. Ekki kaupa eitthvað bara út af því að það er á útsölu. Ekki láta skilti eins og "50--70 prósent afsláttur" eða "Allt á að seljast" trufla þig. 3. Vertu hagsýn/n. Ekki kaupa eitthvað sem fer úr tísku um leið og haustið skellur á. Reyndu að kaupa þér klassískar flíkur sem þú getur alltaf notað. Mundu að verslunareigendur halda einmitt útsölur til að losa sig við fötin sem eru ekki í tísku og rýma til fyrir tískufatnaði. 4. Ekki láta fólk trufla þig. Taktu þér þinn tíma þó margir séu að bíða eftir mátunarklefanum. Mátaðu allt almennilega og vertu viss um að þetta sé það sem þú vilt. Stundum verður fólk frekt og pirrað á útsölu en ekki falla í þá gildru. Haltu ró þinni og þá verða allir miklu ánægðari -- þar með talið þú. 5. Ekki kaupa sandala og sumarskó. Reyndu að finna góða skó sem þú getur líka notað á veturna. Sandalar eyðileggjast fljótt og því ekki vænlegur kostur hér á Klakanum. 6. Ekki fara um helgar. Reyndu að fara fyrripartinn í verslunarleiðangur og þá á virkum dögum. Best er náttúrlega að fara um leið og verslunin opnar því þá er enginn á stjá. Þá áttu verslunina fyrir þig og getur mátað allt sem hugurinn girnist. 7. Láttu þér líða vel. Ef það er of heitt og sveitt í verslunum og röðin of löng í mátunarklefann, farðu þá bara heim. Það er allt í lagi þó þú finnir ekki eitthvað. Það kemur dagur eftir þennan dag. 8. Ekki eyða tíma. Vertu ekki of lengi í sömu versluninni -- þá gæti þér farið að langa í eitthvað sem þú þarft ekki. Skannaðu verslunina fljótt en örugglega, mátaðu ef þú sérð eitthvað eða drífðu þig einfaldlega út. 9. Fáðu þér að borða. Ekki fara glorsoltin/n á útsölur. Fáðu þér gott í gogginn á undan og hafðu svo eitthvað orkuhvetjandi við höndina. Sestu síðan niður eftir útsölutörnina og fáðu þér gómsæta köku, ís eða kaffibolla. 10. Gríptu tækifærið. Útsölur eru frábærar þegar maður finnur eitthvað. Ef þú finnur eitthvað sem smellpassar og þér finnst alveg dúndurflott þá skelltu þér á það. Þó það sé tískubóla eða sumarvara -- ef að þér líður vel þá er um að gera að grípa tækifærið.
Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira