Tíu ráð varðandi útsölur 14. júlí 2004 00:01 Tíu ráð til að hafa bak við eyrað 1. Slepptu ruslinu. Alls ekki fara í þær verslanir sem þú veist að selja ekkert sem þér líst á. Farðu í uppáhaldsbúðirnar þínar og láttu þar við sitja. Það er bara pirrandi að standa í óþarfa rápi. 2. Ekki láta gabba þig. Ekki kaupa eitthvað bara út af því að það er á útsölu. Ekki láta skilti eins og "50--70 prósent afsláttur" eða "Allt á að seljast" trufla þig. 3. Vertu hagsýn/n. Ekki kaupa eitthvað sem fer úr tísku um leið og haustið skellur á. Reyndu að kaupa þér klassískar flíkur sem þú getur alltaf notað. Mundu að verslunareigendur halda einmitt útsölur til að losa sig við fötin sem eru ekki í tísku og rýma til fyrir tískufatnaði. 4. Ekki láta fólk trufla þig. Taktu þér þinn tíma þó margir séu að bíða eftir mátunarklefanum. Mátaðu allt almennilega og vertu viss um að þetta sé það sem þú vilt. Stundum verður fólk frekt og pirrað á útsölu en ekki falla í þá gildru. Haltu ró þinni og þá verða allir miklu ánægðari -- þar með talið þú. 5. Ekki kaupa sandala og sumarskó. Reyndu að finna góða skó sem þú getur líka notað á veturna. Sandalar eyðileggjast fljótt og því ekki vænlegur kostur hér á Klakanum. 6. Ekki fara um helgar. Reyndu að fara fyrripartinn í verslunarleiðangur og þá á virkum dögum. Best er náttúrlega að fara um leið og verslunin opnar því þá er enginn á stjá. Þá áttu verslunina fyrir þig og getur mátað allt sem hugurinn girnist. 7. Láttu þér líða vel. Ef það er of heitt og sveitt í verslunum og röðin of löng í mátunarklefann, farðu þá bara heim. Það er allt í lagi þó þú finnir ekki eitthvað. Það kemur dagur eftir þennan dag. 8. Ekki eyða tíma. Vertu ekki of lengi í sömu versluninni -- þá gæti þér farið að langa í eitthvað sem þú þarft ekki. Skannaðu verslunina fljótt en örugglega, mátaðu ef þú sérð eitthvað eða drífðu þig einfaldlega út. 9. Fáðu þér að borða. Ekki fara glorsoltin/n á útsölur. Fáðu þér gott í gogginn á undan og hafðu svo eitthvað orkuhvetjandi við höndina. Sestu síðan niður eftir útsölutörnina og fáðu þér gómsæta köku, ís eða kaffibolla. 10. Gríptu tækifærið. Útsölur eru frábærar þegar maður finnur eitthvað. Ef þú finnur eitthvað sem smellpassar og þér finnst alveg dúndurflott þá skelltu þér á það. Þó það sé tískubóla eða sumarvara -- ef að þér líður vel þá er um að gera að grípa tækifærið. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Tíu ráð til að hafa bak við eyrað 1. Slepptu ruslinu. Alls ekki fara í þær verslanir sem þú veist að selja ekkert sem þér líst á. Farðu í uppáhaldsbúðirnar þínar og láttu þar við sitja. Það er bara pirrandi að standa í óþarfa rápi. 2. Ekki láta gabba þig. Ekki kaupa eitthvað bara út af því að það er á útsölu. Ekki láta skilti eins og "50--70 prósent afsláttur" eða "Allt á að seljast" trufla þig. 3. Vertu hagsýn/n. Ekki kaupa eitthvað sem fer úr tísku um leið og haustið skellur á. Reyndu að kaupa þér klassískar flíkur sem þú getur alltaf notað. Mundu að verslunareigendur halda einmitt útsölur til að losa sig við fötin sem eru ekki í tísku og rýma til fyrir tískufatnaði. 4. Ekki láta fólk trufla þig. Taktu þér þinn tíma þó margir séu að bíða eftir mátunarklefanum. Mátaðu allt almennilega og vertu viss um að þetta sé það sem þú vilt. Stundum verður fólk frekt og pirrað á útsölu en ekki falla í þá gildru. Haltu ró þinni og þá verða allir miklu ánægðari -- þar með talið þú. 5. Ekki kaupa sandala og sumarskó. Reyndu að finna góða skó sem þú getur líka notað á veturna. Sandalar eyðileggjast fljótt og því ekki vænlegur kostur hér á Klakanum. 6. Ekki fara um helgar. Reyndu að fara fyrripartinn í verslunarleiðangur og þá á virkum dögum. Best er náttúrlega að fara um leið og verslunin opnar því þá er enginn á stjá. Þá áttu verslunina fyrir þig og getur mátað allt sem hugurinn girnist. 7. Láttu þér líða vel. Ef það er of heitt og sveitt í verslunum og röðin of löng í mátunarklefann, farðu þá bara heim. Það er allt í lagi þó þú finnir ekki eitthvað. Það kemur dagur eftir þennan dag. 8. Ekki eyða tíma. Vertu ekki of lengi í sömu versluninni -- þá gæti þér farið að langa í eitthvað sem þú þarft ekki. Skannaðu verslunina fljótt en örugglega, mátaðu ef þú sérð eitthvað eða drífðu þig einfaldlega út. 9. Fáðu þér að borða. Ekki fara glorsoltin/n á útsölur. Fáðu þér gott í gogginn á undan og hafðu svo eitthvað orkuhvetjandi við höndina. Sestu síðan niður eftir útsölutörnina og fáðu þér gómsæta köku, ís eða kaffibolla. 10. Gríptu tækifærið. Útsölur eru frábærar þegar maður finnur eitthvað. Ef þú finnur eitthvað sem smellpassar og þér finnst alveg dúndurflott þá skelltu þér á það. Þó það sé tískubóla eða sumarvara -- ef að þér líður vel þá er um að gera að grípa tækifærið.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira