Jason var ekki rétti maðurinn 7. júlí 2004 00:01 Heimsókn hljómsveitarinnar Metallica ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum hér heima á hinum stóra klaka. Tónleikar sveitarinnar síðastliðið sunnudagskvöld voru þeir stærstu í sögu tónleikahalds hér heima og voru gestir um átján þúsund talsins. Ég settist niður með gítarleikaranum Kirk Hammett fyrir tónleikana og átti við hann gott spjall. Kirk var hinn hressasti, heilsaði mér með handabandi, sagðist hafa farið í ræktina um morguninn og var vel upplagður. Honum þótti skemmtilegt að ég hafði spilað í heimaborg hans, San Francisco, og spurði mig í þaula varðandi dvöl mína þar. Upphaf Metallica "Ég byrjaði í Metallica árið 1983. Lars Ulrich og James Hetfield stofnuðu hljómsveitina tveim árum áður. Ég hafði verið í hljómsveitinni Exodus sem að ég stofnaði í gaggó og það var sérstök upplifun að segja skilið við gamla félaga og halda inn í nýjan hóp. Mér fannst ég strax samhæfa mig betur með Lars, James og Cliff Burton. Hæfileikar mínir hentuðu Metallica betur en Exodus. Og þegar við tókum upp fyrstu plötuna okkar, Kill Em All, þá vorum við harðákveðnir í að spila á eins mörgum tónleikum og möguleiki væri á, skemmta okkur vel og mikið, og drekka eins mikið brennivín og hægt var!" segir Kirk og hlær. "Þetta hélt áfram allt til loka níunda áratugarins. Allt að útgáfu ...And Justice for All vorum við á fullu á tónleikaferðalögum milli þess sem við gáfum út plötur og hlutirnir urðu stærri með hverju árinu sem leið. Þegar við tókum upp myndbandið við lagið One stækkuðu umsvif okkar til muna. Þá fórum við m.a. að spila í stórum höllum. Eftir útgáfu Svörtu plötunnar varð allt alveg snarbrjálað. Við höfum verið að reyna að ná okkur eftir það." Svo virðist sem fólk skiptist í tvo hópa varðandi tónlist Metallica, þá sem hafa gaman af efninu fyrir og eftir Svörtu plötuna. Hvaða skoðanir hefur þú á því? "Ef fólk þarf að gera það til að skilgreina tónlist okkar eitthvað betur þá er það í lagi mín vegna. Þegar ég lít til baka yfir þennan tveggja áratuga feril sé ég bara massífa vinnu milli Kill Em All og St. Anger. Ég er ekkert í því að sundurgreina þetta allt saman. Ef fólk þarf að lýsa þróun eða hnignun okkar þannig, þá er það allt í góðu. Sjálfur er ég bara mjög hamingjusamur að vera ennþá að búa til tónlist og gera eitthvað sem skiptir máli." Fyrst við erum að tala um þróun þá vakti athygli margra að engin gítarsóló eru á St. Anger. Var það hluti þróunarinnar? "Engin spurning. Við vildum að þetta yrði gegnheil samvinna hljómsveitarinnar, ekki einstaklingsvinna. Meira svona eins og tónlistarleg eining. Ég hef oft sagt áður í viðtölum að gítarsóló snúast aðallega um einstaklinginn hverju sinni. Það var bara ekkert í huga okkar að þessu sinni. Sjálfur var ég eingöngu að hugsa um að búa til góð riff eða öfluga hljómaganga. Þegar 90% af upptökunum var lokið uppgötvaði ég að ég hafði ekki einu sinni pælt í gítarsólóum fyrir lögin. Þá reyndum við að troða þeim inn eftir á en það bara gekk ekki upp. Þau áttu ekki heima í þessum lögum. Þaðan kom þetta hugarástand, að tónlistin yrði ein sterk rödd eða heild." Talandi um gítarleikinn þinn, geturðu sagt mér frá nokkrum af mestu áhrifavöldum þínum? "Ég verð að segja að mínir tveir stærstu áhrifavaldar eru Jimi Hendrix og Michael Schenker. Og ofan á þá bætist heill bunki af öflugum gítarleikurum. Stevie Ray Vaughan er einn sá allra besti, Jimmy Page, Eric Clapton og Jeff Beck eru líka góðir. Ég er svona gaur sem getur fundið nýja nálgun eða frasa hjá hverjum einasta gítarleikara. Gott dæmi er Jónsi í Sigur Rós. Hann leikur með boga á allt annan hátt en Jimmy Page gerði á sínum tíma. Mjög frumlegur. Ég gæti haldið áfram endalaust, það er svo mikið af frábærum gítarleikurum í hinum stóra heimi tónlistarinnar." Ég fékk mjög skemmtilega spurningu senda inn sem ég verð að bauna á þig. Ef gerð yrði mynd um Metallica, hvaða leikari myndi leika hvern? "Ha ha! Þessi er frábær. Nick Nolte myndi leika James, Cheech Marin myndi leika mig. Hver myndi leika Rob? Hmm? Benicio Del Toro myndi leika Rob. Og Rowan Atkinson myndi leika Lars," segir Hammett og skellihlær. Þetta er mjög gott hlutverkaval hjá þér. "Takk, maður." Ég veit að margir vilja vita hvað gerðist milli ykkar og Jason Newsted. Segðu aðeins frá því ...... "Þetta er mjög flókið viðfangsefni. Jason vildi gera plötu utan hljómsveitarinnar og James fannst að hann væri að svíkja málstaðinn með því. Þegar ég spái í þetta núna tveimur árum seinna þá var Jason aldrei hluti af Metallica. Hann lifði alltaf í skugga Cliff Burton. Mér finnst líka leiðinlegt hvernig við komum fram við hann, bæði hvað hljómsveitina varðar og persónulega. Hann fékk aldrei almennilegt tækifæri hjá okkur og þess vegna leið honum ekki vel. Kannski var hann ekki rétti maðurinn fyrir okkur upphaflega. En með tilkomu Rob eru hlutirnir allt öðruvísi. Hlutirnir eru mun eðlilegri með hann innanborðs, hvort sem það er persónulega eða tónlistarlega. Jason var aldrei á sömu bylgjulengd og við og það var alltaf einhver ágreiningur með það sem hann var að gera, hvort sem það var í sviðsljósinu eða utan þess". Margir áhorfendur naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki skellt sér á Download-hátíðina á Englandi, þar sem stórir hlutir gerðust hjá Metallica. "Rétt er það. Lars var veikur og við neyddumst til að fá nokkra trommara til að leysa hann af. Við fengum Joey Jordison úr Slipknot og Dave Lombardo úr Slayer. Joey stóð sig alveg sérstaklega vel. Það var alveg sama hvaða lag við leituðum til hans með, hann gat þetta allt eins og ekkert væri. Við fengum þá vitneskju seinna að hann hefði lengi vel verið í hljómsveit sem sérhæfði sig í Metallica-lögum. Ég verð að viðurkenna það, hann bjargaði deginum fyrir okkur. Var alveg frábær. Við höfðum smá reynslu af þessu frá 2000 þegar James meiddist á baki og við þurftum að fá annan gítarleikara til að leysa hann af. Þannig að núna renndum við ekki alveg blint í sjóinn. Og svo má ekki gleyma Dave Lombardo úr Slayer. Hann var ekkert síðri en Joey. Það að heyra Battery með honum var alveg rosalegt. Þegar öllu er á botninn hvolft var þetta frábær reynsla fyrir Metallica og viðstaddir fengu að sjá tvo frábæra trommara spila með hljómsveitinni." Þegar hér er komið er viðtalstíminn nánast liðinn, Kirk þarf að gera sig kláran fyrir tónleikana og risavaxni öryggisgaurinn gerir sig líklegan til að fleygja mér út. Ég finn mig tilknúinn að spyrja hann um álit hans á Íslandi. "Ég elska Ísland. Þetta er mjög heillandi eyja. Af einhverjum ástæðum minnir hún mig á stóru eyjuna í Havaí. Þar er hraunið samt töluvert yngra en hér. Hérna er mosi og fleira farið að vaxa á hrauninu sem gerir það enn fallegra en þar. Fólkið er líka yndislegt. Það kom mér á óvart að sjá fólk enn úti á götu, í rífandi stemningu, klukkan þrjú í nótt. Mér fannst það frábært. Að sama skapi var ruglandi að það skyldi vera sól á lofti ennþá. Ég og konan mín ætlum að nýta okkur það í kvöld og fara á hestbak í kvöldsólinni. Við elskum hesta". Kirk Hammett kveður mig og heldur af stað í búningsherbergi sitt. Ég gríp glóðvolgan Rob Trujillo, sem lætur vel af hinu nýja starfi sínu í Metallica áður en hann heldur á svið. Sjálfur fer ég inn í hölll á hina frábæru tónleika Metallica sem munu lifa í minningunni sem ein stærsta tónleikaveisla sem um getur hér á landi. Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
Heimsókn hljómsveitarinnar Metallica ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum hér heima á hinum stóra klaka. Tónleikar sveitarinnar síðastliðið sunnudagskvöld voru þeir stærstu í sögu tónleikahalds hér heima og voru gestir um átján þúsund talsins. Ég settist niður með gítarleikaranum Kirk Hammett fyrir tónleikana og átti við hann gott spjall. Kirk var hinn hressasti, heilsaði mér með handabandi, sagðist hafa farið í ræktina um morguninn og var vel upplagður. Honum þótti skemmtilegt að ég hafði spilað í heimaborg hans, San Francisco, og spurði mig í þaula varðandi dvöl mína þar. Upphaf Metallica "Ég byrjaði í Metallica árið 1983. Lars Ulrich og James Hetfield stofnuðu hljómsveitina tveim árum áður. Ég hafði verið í hljómsveitinni Exodus sem að ég stofnaði í gaggó og það var sérstök upplifun að segja skilið við gamla félaga og halda inn í nýjan hóp. Mér fannst ég strax samhæfa mig betur með Lars, James og Cliff Burton. Hæfileikar mínir hentuðu Metallica betur en Exodus. Og þegar við tókum upp fyrstu plötuna okkar, Kill Em All, þá vorum við harðákveðnir í að spila á eins mörgum tónleikum og möguleiki væri á, skemmta okkur vel og mikið, og drekka eins mikið brennivín og hægt var!" segir Kirk og hlær. "Þetta hélt áfram allt til loka níunda áratugarins. Allt að útgáfu ...And Justice for All vorum við á fullu á tónleikaferðalögum milli þess sem við gáfum út plötur og hlutirnir urðu stærri með hverju árinu sem leið. Þegar við tókum upp myndbandið við lagið One stækkuðu umsvif okkar til muna. Þá fórum við m.a. að spila í stórum höllum. Eftir útgáfu Svörtu plötunnar varð allt alveg snarbrjálað. Við höfum verið að reyna að ná okkur eftir það." Svo virðist sem fólk skiptist í tvo hópa varðandi tónlist Metallica, þá sem hafa gaman af efninu fyrir og eftir Svörtu plötuna. Hvaða skoðanir hefur þú á því? "Ef fólk þarf að gera það til að skilgreina tónlist okkar eitthvað betur þá er það í lagi mín vegna. Þegar ég lít til baka yfir þennan tveggja áratuga feril sé ég bara massífa vinnu milli Kill Em All og St. Anger. Ég er ekkert í því að sundurgreina þetta allt saman. Ef fólk þarf að lýsa þróun eða hnignun okkar þannig, þá er það allt í góðu. Sjálfur er ég bara mjög hamingjusamur að vera ennþá að búa til tónlist og gera eitthvað sem skiptir máli." Fyrst við erum að tala um þróun þá vakti athygli margra að engin gítarsóló eru á St. Anger. Var það hluti þróunarinnar? "Engin spurning. Við vildum að þetta yrði gegnheil samvinna hljómsveitarinnar, ekki einstaklingsvinna. Meira svona eins og tónlistarleg eining. Ég hef oft sagt áður í viðtölum að gítarsóló snúast aðallega um einstaklinginn hverju sinni. Það var bara ekkert í huga okkar að þessu sinni. Sjálfur var ég eingöngu að hugsa um að búa til góð riff eða öfluga hljómaganga. Þegar 90% af upptökunum var lokið uppgötvaði ég að ég hafði ekki einu sinni pælt í gítarsólóum fyrir lögin. Þá reyndum við að troða þeim inn eftir á en það bara gekk ekki upp. Þau áttu ekki heima í þessum lögum. Þaðan kom þetta hugarástand, að tónlistin yrði ein sterk rödd eða heild." Talandi um gítarleikinn þinn, geturðu sagt mér frá nokkrum af mestu áhrifavöldum þínum? "Ég verð að segja að mínir tveir stærstu áhrifavaldar eru Jimi Hendrix og Michael Schenker. Og ofan á þá bætist heill bunki af öflugum gítarleikurum. Stevie Ray Vaughan er einn sá allra besti, Jimmy Page, Eric Clapton og Jeff Beck eru líka góðir. Ég er svona gaur sem getur fundið nýja nálgun eða frasa hjá hverjum einasta gítarleikara. Gott dæmi er Jónsi í Sigur Rós. Hann leikur með boga á allt annan hátt en Jimmy Page gerði á sínum tíma. Mjög frumlegur. Ég gæti haldið áfram endalaust, það er svo mikið af frábærum gítarleikurum í hinum stóra heimi tónlistarinnar." Ég fékk mjög skemmtilega spurningu senda inn sem ég verð að bauna á þig. Ef gerð yrði mynd um Metallica, hvaða leikari myndi leika hvern? "Ha ha! Þessi er frábær. Nick Nolte myndi leika James, Cheech Marin myndi leika mig. Hver myndi leika Rob? Hmm? Benicio Del Toro myndi leika Rob. Og Rowan Atkinson myndi leika Lars," segir Hammett og skellihlær. Þetta er mjög gott hlutverkaval hjá þér. "Takk, maður." Ég veit að margir vilja vita hvað gerðist milli ykkar og Jason Newsted. Segðu aðeins frá því ...... "Þetta er mjög flókið viðfangsefni. Jason vildi gera plötu utan hljómsveitarinnar og James fannst að hann væri að svíkja málstaðinn með því. Þegar ég spái í þetta núna tveimur árum seinna þá var Jason aldrei hluti af Metallica. Hann lifði alltaf í skugga Cliff Burton. Mér finnst líka leiðinlegt hvernig við komum fram við hann, bæði hvað hljómsveitina varðar og persónulega. Hann fékk aldrei almennilegt tækifæri hjá okkur og þess vegna leið honum ekki vel. Kannski var hann ekki rétti maðurinn fyrir okkur upphaflega. En með tilkomu Rob eru hlutirnir allt öðruvísi. Hlutirnir eru mun eðlilegri með hann innanborðs, hvort sem það er persónulega eða tónlistarlega. Jason var aldrei á sömu bylgjulengd og við og það var alltaf einhver ágreiningur með það sem hann var að gera, hvort sem það var í sviðsljósinu eða utan þess". Margir áhorfendur naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki skellt sér á Download-hátíðina á Englandi, þar sem stórir hlutir gerðust hjá Metallica. "Rétt er það. Lars var veikur og við neyddumst til að fá nokkra trommara til að leysa hann af. Við fengum Joey Jordison úr Slipknot og Dave Lombardo úr Slayer. Joey stóð sig alveg sérstaklega vel. Það var alveg sama hvaða lag við leituðum til hans með, hann gat þetta allt eins og ekkert væri. Við fengum þá vitneskju seinna að hann hefði lengi vel verið í hljómsveit sem sérhæfði sig í Metallica-lögum. Ég verð að viðurkenna það, hann bjargaði deginum fyrir okkur. Var alveg frábær. Við höfðum smá reynslu af þessu frá 2000 þegar James meiddist á baki og við þurftum að fá annan gítarleikara til að leysa hann af. Þannig að núna renndum við ekki alveg blint í sjóinn. Og svo má ekki gleyma Dave Lombardo úr Slayer. Hann var ekkert síðri en Joey. Það að heyra Battery með honum var alveg rosalegt. Þegar öllu er á botninn hvolft var þetta frábær reynsla fyrir Metallica og viðstaddir fengu að sjá tvo frábæra trommara spila með hljómsveitinni." Þegar hér er komið er viðtalstíminn nánast liðinn, Kirk þarf að gera sig kláran fyrir tónleikana og risavaxni öryggisgaurinn gerir sig líklegan til að fleygja mér út. Ég finn mig tilknúinn að spyrja hann um álit hans á Íslandi. "Ég elska Ísland. Þetta er mjög heillandi eyja. Af einhverjum ástæðum minnir hún mig á stóru eyjuna í Havaí. Þar er hraunið samt töluvert yngra en hér. Hérna er mosi og fleira farið að vaxa á hrauninu sem gerir það enn fallegra en þar. Fólkið er líka yndislegt. Það kom mér á óvart að sjá fólk enn úti á götu, í rífandi stemningu, klukkan þrjú í nótt. Mér fannst það frábært. Að sama skapi var ruglandi að það skyldi vera sól á lofti ennþá. Ég og konan mín ætlum að nýta okkur það í kvöld og fara á hestbak í kvöldsólinni. Við elskum hesta". Kirk Hammett kveður mig og heldur af stað í búningsherbergi sitt. Ég gríp glóðvolgan Rob Trujillo, sem lætur vel af hinu nýja starfi sínu í Metallica áður en hann heldur á svið. Sjálfur fer ég inn í hölll á hina frábæru tónleika Metallica sem munu lifa í minningunni sem ein stærsta tónleikaveisla sem um getur hér á landi.
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira