Erlent

Milljónasekt fyrir ölvunarakstur

Norsk kona hefur verið dæmd til að greiða andvirði rúmra fimm milljóna króna í sekt fyrir að keyra bíl undir áhrifum áfengis. Sektin jafngildir einum mánaðarlaunum konunnar, svo sem venja er til í Noregi þegar ökumenn verða uppvísir að því að keyra bíl fullir. Konan var handtekin eftir að hún keyrði bíl sinn hundrað metra vegalengd og rakst á þrjá kyrrstæða bíla. Áfengismagn í blóði konunnar reyndist tífalt hærra en leyfilegt er. Talið er að hún hafi drukkið allt að ellefu vínglös áður en hún settist undir stýri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×