Erlent

Hungursneyð í 23 ríkjum

Svo kann að fara að hungursneyð setji mark sitt á 23 Afríkuríki, sunnan Saharaeyðimerkurinnar, í sumar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að þrátt fyrir að ekki sé þörf fyrir jafn mikla matvælaaðstoð og í fyrra líði milljónir samt sem áður skort. Ástæðurnar fyrir matvælaskorti eru mismunandi frá einum stað til annars. Borgarastríð hafa sitt að segja, sömuleiðis þurrkar og lamandi áhrif alnæmis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×